BL kolefnisbindur
notkun nýrra bíla

BL hefur gengið til samstarfs við samfélagssjóðinn Kolvið til að kolefnisbinda notkun allra nýrra bíla sem fyrirtækið selur einstaklingum á árinu 2020. BL felur Kolviði að kolefnisbinda 1.400 tonn á árinu með gróðursetningu 14.000 trjáplantna.

Samstarf BL og Kolviðar

BL hefur náð góðum árangri í lækkun kolefnisútblásturs

Aukin sala BL á raf- og tengitvinnbílum skiptir sköpum

Ráð til að draga úr kolefnisútblæstri

Þú getur dregið úr losun kolefna á hverjum degi með því að huga að aksturslagi þínu. Rannsóknir sýna að hægt er að draga úr kolefnislosun bíla um allt að 30% með því einu að breyta akstursvenjum sínum. Með því að fylgja neðangreindum ráðum gætir þú minnkað kolefnissporið um allt að einu tonni á ári

  • Að sjá fyrir

    Best er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Jafn og mjúkur akstur með góðu flæði lágmarkar útblástur.

  • LOFTÞRÝSTINGUR

    Of lítill loftþrýstingur eykur viðnám og getur aukið eldsneytiseyðsluna.

  • Viðhald

    Vanstillt vél getur notað allt að 50% meira eldsneyti og mengað í samræmi við það.