SPENNANDI TÆKIFÆRI
FYRIR UNGT FÓLK

Viltu vinna hjá fyrirtæki í

fremstu röð?

Ágæti lesandi  
Í þjónustudeildum BL starfar samheldinn hópur 125 einstaklinga á öllum aldri við fjölbreytt þjónustustörf fyrir viðskiptavini Land Rover, BMW, Nissan, Renault, Subaru, Dacia og Isuzu. Tækninýjungum í bílum fjölgar stöðugt og því gera framleiðendur sífellt meiri kröfur um tæknimenntun og fagleg vinnubrögð. Við þær aðstæður skapast spennandi tækifæri fyrir einstaklinga sem eru tilbúnir að tileinka sér nýjungar í tækni og vinnubrögðum.

Kynntu þér vinnustaðanám

Við hjá BL höfum skipulagt starfskynningar sem gera ungu fólki kleift að kynna sér störf í bílgreininni í hinum ýmsu þjónustudeildum fyrirtækisins. Þeir einstaklingar sem eru áhugasamir og skara fram úr eiga kost á:

  • Öruggri sumarvinnu í líflegu starfsumhverfi með aðgang að mötuneyti og öðrum þeim kostum sem starfsmenn BL hafa aðgang að.
  • Að fá allan beinan námskostnað greiddan. BL greiðir allan beinan námskostnað viðkomandi nemanda svo sem bækur, ritföng, skólatösku og annað sem á beinan hátt tengist náminu yfir allan námstímann.
  • Námssamningi. BL býður þeim nemendum sem standast kröfur BL námssamning vegna vinnustaðanáms sem er nauðsynlegur fyrir þá sem taka sveinspróf.
  • Aðstoð frá starfsfóstra. BL úthlutar nemandanum „starfsfóstra“ sem sinnir reglulegum samskiptum við nemanda, foreldra nemanda og kennara eftir atvikum. Starfsfóstri tengir nemanda inn til BL þegar kemur að sumarvinnu auk þess sem hann lætur sig varða námsframvindu viðkomandi nemanda.  

Hafir þú áhuga á að fræðast meira um ofangreinda starfskynningu BL hvetjum við þig til að hafa samband við einhvern af neðangreindum fulltrúum BL.

Með kærri kveðju,

Hermann Jónsson
Verkstæðisformaður
Sævarhöfða
Trausti Björn Ríkharðsson
Verkstæðisformaður
Hestháls
Anna Lára Guðfinnsdóttir
Starfsmannastjóri

Leggðu inn umsókn

Hafir þú áhuga á starfsnámi eða villt vinna með okkur hvetjum við þig til að senda okkur umsókn – við munum svara eins fljótt og auðið er.

Störf í boði hjá BL

Þjónustuverkstæði

Björt og skemmtileg vinnuaðstaða

Starfsmenn þjónustuverkstæðis BL sjá um allt fyrirbyggjandi viðhald og almennar viðgerðir á bílum sem BL hefur umboð fyrir. Starfsmenn vinna annaðhvort einir á lyftu við viðgerð á þeim bíl sem þeim er úthlutað eða tveir saman í teymi til að auka skilvirkni og afköst í þeim verkum sem við á.

Allir fá tækifæri

Verkstjórar hafa eftirlit með verkum og sjá um að tryggja að starfsmenn fái tækifæri til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni í daglegu amstri. Eftir því sem starfsmenn öðlast meiri reynslu og hæfni hafa þeir kost á að afla sér þekkingar innan fyrirtækisins. Meiri þekking og reynsla gefur starfsmönnum tækifæri til að tileinka sér meiri sérhæfingu og takast á við verkefni sem hæfa áhugasviði og getu hvers og eins.

Símenntun og alþjóðlegar starfsgráður

Innan þjónustudeilda BL fer fram kennsla sem tryggir nemendum í verknámi í bílgreinum fullnaðarmenntun í því námi sem viðkomandi leggur stund á. Þetta tryggir að nemendur sem BL ber ábyrgð á öðlist hæfni í öllum þeim þáttum iðngreinarinnar sem iðngreinaskólinn (Borgarholtsskóli) krefur nemendur um samkvæmt námskrá.

Gæti verið gaman að vinna hjá Land Rover á Ítalíu

Starfsmönnum þjónustudeilda BL stendur til boða símenntun sem tryggir þeim færni til að takast á við örar framfarir í bílgreininni. Auk þess fá þeir reglulega að taka þátt í sérhæfðum námskeiðum bílaframleiðenda sem tryggja þeim alþjóðlegar hæfnisgráður og auka möguleika þeirra á að verða gjaldgengir til sambærilegra starfa í öðrum löndum.

faGleg vinnubrögð

Málningar- og réttingaverkstæði

Þeir sem hyggja á nám í bílamálun eða bifreiðasmíði (réttingum) hafa alla sömu möguleika til símenntunar og þeir sem vinna við almennar viðgerðir. Nemendum eru tryggð tækifæri til að öðlast færni í öllum þáttum iðnnámsins eins og iðngreinaskólinn (Borgarholtsskóli) gerir ráð fyrir samkvæmt námskrá.

Nýjasta nýtt!
Ál og koltrefjar

Starfsmenn í bílamálun og bifreiðasmíði hafa ekki farið varhluta af breytingum í bílgreininni. Ný efni og aðferðir eru dagleg viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að BMW hefur tileinkað sér notkun koltrefja í sína nýjustu bíla og Land Rover er leiðandi framleiðandi í notkun áls í bíla sína og var t.a.m. fyrsti bílaframleiðandi heims með burðarvirki úr áli líkt og tíðkast hefur við smíði flugvéla. Starfsmenn þessara deilda fá því tækifæri til að takast á við það allra nýjasta.

GÓÐ ÞJÓNUSTA

SÉRHÆFT ÞJÓNUSTUVER

Í þjónustuveri BL starfa 25 starfsmenn við móttöku símtala fyrir allar deildir fyrirtækisins. Í þessari deild þurfa starfsmenn að hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem viðkemur öðrum deildum til að geta miðlað símtölum til réttra aðila eða svarað eftir atvikum á eins skjótan og skilvirkan hátt og frekast er kostur. Til að viðhalda færni og þekkingu fá starfsmenn þjónustuvers kennslu og þjálfun með öðrum deildum eftir atvikum auk þess sem á vegum þjónustuvers er skipulagt nám í tölvukerfum fyrirtækisins.

Þar sem hjartað slær

Starfsmenn þjónustuvers eru oft á tíðum reyndir starfsmenn með menntun og þjálfun úr öðrum deildum fyrirtækisins. Hér skiptir öllu máli að viðskiptavinir fái svör við fjölbreyttum spurningum á sem skemmstum tíma. Gæði samskipta við viðskiptavini ráðast mikið til af færni og árvekni starfsmanna þjónustuvers og því er stundum talað um að auðveldast sé að finna hjartslátt fyrirtækisins í þjónustuverinu.

VERKSTÆÐISMÓTTAKA

Starfsmenn í verkstæðismóttöku sjá, eins og nafnið bendir til, um að taka á móti viðskiptavinum sem leita til BL með bíla í almenna þjónustu og reglubundið fyrirbyggjandi viðhald. Starfsmenn verkstæðismóttöku þurfa að hlusta af árvekni á athugasemdir viðskiptavina til að koma réttum skilaboðum til verkstæðis. Starfsmenn verkstæðismóttöku eru oft á tíðum með menntun úr bílgreinum eða sambærilega reynslu.

Verkleg kunnátta og mannleg samskipti

Í verkstæðismóttöku þurfa starfsmenn að hafa yfir að ráða framúrskarandi færni og reynslu til að greina mögulega bilun út frá munnlegum útskýringum viðskiptavina. Hér skipta reynsla og þekking öllu máli en mannleg samskipti koma einnig við sögu því bilun í bíl veldur viðskiptavini ávallt áhyggjum sem mikilvægt er að bregðast við á skjótan hátt.

hátækniverkstæði

RAFBÍLAR OG FRAMTÍÐARSTÖRF

Rafbílar eru framtíðin. Störf sem tengjast rafbílum eru því sannarlega framtíðarstörf.

BL hefur haslað sér völl sem eitt stærsta og öflugasta rafbílaumboð landsins og var fyrst bílaumboða til að koma sér upp fullkomnu verkstæði fyrir rafbíla.

Vertu í stuði þegar tækifærið kemur

Þrátt fyrir að rafbílar séu í dag aðeins lítill hluti markaðarins er ljóst að rafbílatækninni mun fleygja hratt fram og sala þeirra aukast til muna áður en langt um líður. Ef þig langar að taka þátt í að móta framtíðina og vera þátttakandi í bylgju nýjunga í bílgreininni skaltu hoppa um borð og vera í stuði þegar tækifærin gefast.