BL er með mesta
úrval nýorkubíla

Rafbílar

Rafbílar ganga eingöngu fyrir rafmagni og eru knúnir áfram af rafmagnsmótor. Rafbílar eru þægilegir og auðveldir í rekstri, menga lítið við notkun og hafa sannað áreiðanleika sinn við íslenskar aðstæður undanfarin ár. Þeir eru ein besta leiðin til að ferðast milli staða með lágmarks mengun.

 • Þægilegir í notkun og rekstri
 • Hleðsla meðan bifreiðinni er lagt að degi til eða yfir nótt
 • Ýmsar útfærslur í boði til að mæta þörfum hvers og eins

Tengiltvinnbílar

Þessar bifreiðar eru með stærri rafhlöður en tvinnbílar og hægt er að hlaða þá milli ferða. Þeir hafa allt að 60 km drægi á rafhlöðunni einni saman og nota því bensínvélina mun minna. Þeir henta vel þeim sem aka 25 til 50 kílómetra daglega. Tengiltvinnbílar bjóða margir upp á stillingu sem nýtir rafhlöðuna einungis til innanbæjaraksturs.

 • Stærri rafmótor aðstoðar við að knýja bílinn
 • Lengri akstursvegalengd án þess að nota bensín
 • Mjög hentugt fyrsta skref í notkun nýrra orkugjafa

Tvinnbílar

Tvinnbílar nýta bæði rafmagns- og bensínmótor til að knýja bifreiðina. Þeir henta þeim vel sem aka oftast stuttar vegalengdir í senn og fara stöku sinnum í lengri ferðir. Tvinnbílar nýta bensínmótorinn til hleðslu, ásamt því að hlaða rafhlöðuna við hemlun og þegar bílinn rennur áfram vegna þyngdaraflsins, t.d. niður brekkur.
Tvinnbíla þarf ekki að hlaða.

 • Mikill eldsneytissparnaður
 • Minni útblástur
 • Rafmagn er nýtt í erfiðustu vinnslu vélarinnar

VETNI

Vetni er hreinn orkugjafi sem hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár. Það er framleitt á Íslandi og er mjög öruggt, hreint og býður upp á mikla möguleika. Kostnaður við vetni lækkar ár frá ári og vitund almennings um möguleika þess eykst stöðugt. Vetnisbifreiðar eru mun hagkvæmari en bílar sem knúnir eru með jarðefnaeldsneyti.

 • Vetnisbifreiðar eru með þeim hagkvæmustu
 • Vetni er framleitt hérlendis og auðvelt er að fylla á tankinn
 • Meira drægi á hreinni orku

Hversu oft kemstu
í vinnuna á einni hleðslu?

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
HYUNDAI
Kona EV
Drægni
449 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
JAGUAR
I-Pace
Drægni
470 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
RENAULT
Kangoo EV
Drægni
270 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
HYUNDAI
IONIQ
Drægni
204 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
RENAULT
ZOE
Drægni
294 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
BMW
i3
Drægni
219 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
NISSAN
e-NV200
Drægni
110 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
NISSAN
Leaf
Drægni
270 km
.
0 ferðir
Panta reynsluakstur
Þú ferð á einni hleðslu miðað við 0 km í vinnu.

Spurt og Svarað

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Hvað kosta nýorkubílar?

Nýorkubílar eru í mörgum verðflokkum og útfærslum. Sölumenn BL geta aðstoðað við að finna bíl sem hentar þér. Þú getur skoðað úrval BL hér, kíkt við hjá okkur á Sævarhöfða 2 eða haft samband við sölumenn.

Hvað kostar að reka nýorkubíl?

Nýorkubílar eru oftast ódýrari í rekstri en jarðefnaeldsneytisbifreiðar. Þeir þurfa minna viðhald, eru sparneytnari á orku og hafa færri slitfleti en hefðbundnar bifreiðar. Allt þetta gerir nýorkubíla að hagstæðari kosti en bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti.

Hvernig er viðhaldi á rafbílum háttað?

Þeir framleiðendur sem BL er með umboð fyrir mæla með þar til gerðum skoðunum á eftir ákveðinn fjölda kílómetra eða eftir vissan tíma. Þessar skoðanir eru misstórar og fela í sér mismunandi verkferla til viðhalda öryggi og þægindum bílsins. Öllum bílunum fylgir tveggja ára ábyrgð og sumir framleiðendur hafa einnig lengri og viðameiri ábyrgð á rafhlöðu og drifbúnaði bílsins.

Hvernig er að aka nýorkubíl?

Að aka nýorkubíl er lítið frábrugðið akstri venjulegrar, sjálfskiptrar jarðefnaeldsneytisbifreiðar. Flestir tala þó um að rafbílar séu auðveldari í akstri því þeir hafa ekki marga gíra heldur aðeins einn. Sumir bílanna hlaða auk þess rafhlöðuna þegar stigið er ef inngjöfinni og hægja þannig á bílnum án þess að stigið sé á bremsuna.

Hvað endist rafmótorinn lengi?

Rafmótor bifreiðarinnar er hannaður til að endast líftíma hans.

Er flókið að hlaða rafbíla?

Nei, þeim fylgja skýrar leiðbeiningar um hvernig best sé að hlaða þá. Einnig eru lokin yfir innstungunum staðsett þannig að auðvelt sé að finna þær og nota. Samstarfsaðilar okkar geta einnig aðstoðað viðskiptavini með uppsetningu og leiðbeint um kosti í hleðslulausnum.

Hvað kemst ég langt?

Orkunotkun nýorkubíla er jafnan gefin upp í kw á 100km. Einnig eru gefnar upp tölur um áætlaða vegalengd sem þeir komast á fullhlaðinni rafhlöðu. Þetta er mismunandi milli tegunda líkt og er með bíla knúna hefðbundnum jarðefnaeldsneytisvélum. Góð formúla er: drægi=stærð rafhlöðu/eyðslu pr 100km.

Dæmi: Renault ZOE er með 40kw rafhlöðu og nýtir um 130W/st á hvern 1km. 40kw • 0.13kw/km=308km

Engar niðurstöður fundust fyrir „0000“ 
Ástæðan gæti verið að leitarorðið er rangt skrifað eða ekki á skrá.

Söluaðilar
hleðslulausna

December 14, 2018
/
MINI

Endurnærist með MINI Countryman Plug-in Hybrid

Þegar listakonan og jógakennarinn Lara Zilibowitz finnst hún þurfa hvíld til að hlaða „batterýin“ leitar hún til afskektra náttúruparadísa sem tengiltvinnbíllinn hennar MINI Countriman gerir henni fullfært að heimsækja.

LESA MEIRA

Hyundai Kona kjörinn besti bíll ársins á Spáni

LESA MEIRA

Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP

LESA MEIRA

Hyundai allra frumlegasti framleiðandinn að mati Auto Zeitung

LESA MEIRA

Hyundai Motor leiðréttir drægni rafbílsins Hyundai Kona EV

LESA MEIRA

Nissan söluhæsta merkið á markaðnum í nóvember

LESA MEIRA

Euro NCAP gefur nýjum Santa Fe 5 öryggisstjörnur

LESA MEIRA