X

Virka daga kl: 07:45 - 18:00
Lokað um helgar
Sævarhöfða 2 - 110 Reykjavík

Verkstæði

BL rekur eitt fullkomnasta þjónustuverkstæði landsins sem er vel búið tækjum og starfsfólki sem hlotið hefur staðlaða starfsþjálfun hjá þeim bílaframleiðendum sem BL hefur umboð fyrir. Viðskiptavinir BL geta hvenær sem er leitað aðstoðar þjónustudeildar.

Þegar bíll er síðan skráður inn á þjónustuverkstæði BL til almennrar viðgerðar er hann að auki tekin í ítarlega ástandsskoðun sem auðveldar viðskiptavinum að gera áætlanir um fyrirbyggjandi viðhald. Þetta getur sparað viðskiptavinum óvænt kostnaðarsöm útgjöld.

Ábyrgðartími bifreiða er mismunandi og hvetjum við þig til að kynna þér ábyrgðaskilmála framleiðanda og koma reglulega með bílinn í skoðun í samræmi við ráðleggingar framleiðand til að viðhalda ábyrgð. Nánari upplýsingar um ábyrgðarskilmála er að finna í þjónustubók bílsins.

Hvert fer ég með bílinn minn í þjónustu?

SKUTLÞJÓNUSTA

Þegar þú kemur með bílinn þinn í skoðun eða til viðgerðar hjá okkur bjóðum við þér upp á ,,skutluþjónustu" - það er að segja að við keyrum þig heim eða til vinnu og sækja síðan aftur þegar bíllinn þinn er tilbúinn. Akstursþjónasta er í boði alla virka daga milli 8:15 og 17:00

Einnig stendur þér til boða bílaleigubíll á mjög hagstæðum kjörum meðan við þjónustum bílinn þinn. Fyrir þá sem eru mikið á ferðinni er þetta frábært kostur - kynntu þér verð og úrval bílaleigubílann þegar þú pantar tíma hjá okkur.

Ábyrgðartími og áskildar reglubundnar viðhaldsskoðanir:

Ábyrgðartími bifreiða er mismunandi og hvetjum við þig til að kynna þér hann og skilmála framleiðanda í ábyrgðar- og þjónustubók bílsins þíns. Til þess að ábyrgðin haldi sér er nauðsynlegt að koma með bílinn til eftirlits og viðhalds.

Tæknihandbækur framleiðenda