X

10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn
10 atriði sem skal huga að eftir veturinn

10 atriði sem skal huga að eftir veturinn

24

.

April
2017
/
BL Fréttir

Þegar vetrakonungar kveður og sumarið tekur við er ráðlagt að huga að því hvernig bílinn kemur undan vetrinum.

Við tókum saman 10 atriði sem vert er að huga að eftir veturinn.

1. Þvoðu bílinn þinn.

Þó þú hafir verið duglegur að þvo bílinn þinn í vetur þá er samt mikilvægt að taka almennileg þrif fyrir sumarið til að ná saltinu, tjörunni og almennum óhreinindum almennilega af bílnum.

Við mælum með að eyða aðeins aukalega og jafnvel fá fagmann í verkið til að taka bílinn að innan og utan. Einnig getur þú gert það sjálfur með því að gefa þér nægan tíma og passaðu uppá að gleyma ekki neðri hluta bílsins eins og undirvagninum, sílsalistunum og hurðarfölsum.

2. Skiptu um rúðuþurrkur

Vetrarharkan getur farið illa með rúðuþurrkublöðin þín, athugaðu ástandið á þeim og ef þær eru mikið slitnar skaltu skipta um þær, til að koma í veg fyrir að þær rispi hjá þér framrúðuna. Renndu við hjá næsta þjónustuaðila og fáðu hann til að aðstoða þig við þetta.

3. Fylltu á rúðupissið hjá þér

Yfir veturinn nota flestir meira rúðupiss en vanalega, það er ekkert vandræðalegra en að vera rúðupisslaus með skítuga framrúðu þegar sumarsólinn tekur á móti þér.

4. Hugaðu að mottunum

Ef þú ert með teppamottur er um að gera að taka þær og skola þær vel og vandlega og hengja þær til þerris. Ef þær eru slitnar er kjörið tækifæri að endurnýja þær.

5. Athugaðu dekkjaþrýsting

Jafnaðu þrýstinginn í dekkjunum hjá þér, ekki gleyma varadekkinu. Á sama tíma skaltu athuga ástandið á dekkjunum og huga að því hvort tími sé kominn að endurnýja þau. Í þjónustubókinni er að finna helstu upplýsingar um dekkjaþrýsting en með því að vera með réttan þrýsting í dekkjunum þínum minnkar þú eyðslu og slit á bílnum.

6. Athugaðu olíuna

Athugaðu stöðuna á olíunni og bættu á ef þess þarf. Í þjónustuhandbókina má finna upplýsingar um hvort tími sé kominn til að skipta um olíu, á flestum bílum þarf annaðhvort að skipta um olíu á 10, 15, 20 eða 30 þúsund kílómetra fresti eða einu sinni á ári.

7. Farðu yfir neyðarbúnaðinum

Það verður lítið gagn af dúnúlpu og snjóskóflu um hásumar á Íslandi svo taktu það úr skottinu. Athugaðu síðan allan helsta neyðarbúnað má þar helst nefna tjakk, felgulykil, neyðarþríhyrning og sjúkrapúða.

8. Farðu yfir þjónustusöguna

Þarftu að fara með bílinn í skoðun eða reglubundinna ábyrgðarskoðun núna er tíminn til að huga að því, kíktu í þjónustuhandbók bílsins og sjáðu hvort það sé eitthvað sem þarf að gera miðað við núverandi kílómetrastöðu. Gott er að panta tíma með fyrirvara í staðinn að vera á síðasta snúning.

9. Flettu í gegnum handbók bílsins

Nýttu tækifærið og flettu í gegnum handbók bílsins, þá sérðu hvað þessi takki í mælaboðinu gerir sem þú hefur aldrei notað.

10. Hugaðu að þörfum þínum

Kannski er núverandi bíll ekki lengur rétti bílinn, vantar þig jafnvel stærri bíl, minni bíl eða jafnvel rafmagnsbíl. Sumarið er rétti tíminn til að huga að því hvort kominn sé tími á að skipta um bíl, að fá afhentan nýjan bíl getur tekið allt frá 5 dögum og upp í 4 mánuði, það veltur allt á því hvort þú viljir sérpanta bíl eða hvort við eigum til bíl sem hentar þér fullkomlega, kynntu þér framboð BL eða sendu okkur fyrirspurn varðandi hvað þú færð fyrir gamla bílinn eða um nýjan bíl.

Sjá fleiri fréttir