X

Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar
Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar

Álið í Jaguar fer aftur í smíði á nýjum Jaguar

8

.

April
2019
/
JAGUAR

Hjá Jaguar Land Rover er nú verið að leggja lokahönd á sérstakt þróunarverkefni sem nefnist Reality. Verkefnið snýst um mótun „lokaðrar hringrásar“ um söfnun á áli sem nú er í bílum fyrirtækisins í umferð og endurvinna það til smíði nýrra bíla hjá fyrirtækinu. Þessa dagana standa yfir tilraunir á verkferlum til að straumlínulaga öll vinnubrögð sem tengjast markmiði verkefnisins og eru frumgerðir rafbílanna Jaguar I-Pace notaðar í þessu skyni. Bílarnir gegndu því hlutverki eingöngu að kynna fyrsta rafbíl Jaguar Land Rover á mörkuðum heimsins, m.a. hér á landi, áður en fjöldaframleiðsla þeirra hæfist. Þeir voru aldrei ætlaðir til sölu. Rafhlöðurnar hafa verið fjarlægðar úr bílunum og bíður þeirra nýtt hlutverk sem verið er að þróa. Bílarnir verða síðan teknir í sundur og allir íhlutir flokkaðir með tilliti til endurvinnslu. Allt ál verður brætt og endurmótað til framleiðslu á nýjum bílum.

Mikilvægt umhverfismál

Þegar tilraununum lýkur og búið verður að leggja lokahönd á fyrirkomulag verkferla til að hámarka afköst endurvinnslunnar mun kolefnisspor bílaframleiðslunnar lækka umtalsvert og nýting verðmæta aukast. Á heimsvísu hefur kolefnisspor framleiðslu Jaguar Land Rover lækkað um 46% á hvern framleiddan bíl frá upphafi og er ætlunin að lækka það enn frekar á komandi árum. Hér er um að ræða ákveðið frumkvöðlaverkefni sem breska nýsköpunarstofnunin Innovate UK styrkir til að fullþróa lokaða hringrás um notkun endurunnins áls sem er afar verðmætur málmur vegna þess eiginleika síns að geta endurnýst aftur og aftur án þess að tapa neinum af gæðum sínum. Í Bretlandi er meira en einni milljón bíla fargað árlega og er markmið Innovate UK að auka endurnýtingu áls í öllum greinum atvinnulífsins. Bræðsla og endurmótun áls krefst aðeins brotabrots af þeirri raforku sem frumframleiðsla áls þarfnast og er endurvinnslan því sérstaklega orkusparandi. Talið er að um 75% alls áls sem framleitt hefur verið frá upphafi sé enn í notkun.

Álið notað aftur og aftur

Um þessar mundir notar Jaguar Land Rover árlega um 180 þúsund tonn af áli sem er lítið brot heimsframleiðslu áls sem telur um 80 milljónir tonna. Á árabilinu frá september 2013 til september 2018 bárust fyrirtækinu um 300 þúsund tonn af notuðu áli sem brætt hefur verið og endurmótað í íhluti á nýjum bílum. Árið 2014 varð Jaguar XE t.d. fyrsti bíllinn í heiminum sem smíðaður var úr hástyrktu áli sem innihélt 75% endurnotað ál. Álblandan heitir RC5754 og var þróuð af álfyrirtækinu Novelis í samstarfi við Jaguar Land Rover. Helmingur styrktarefnis í yfirbyggingu XE er úr álblöndu sem inniheldur hátt hlutfall endurunnins áls. Áætlanir fyrirtækisins er að auka jafnt og þétt hlutfall endurunnins áls í allri framleiðslu fyrirtækisins með þróun viðskiptamódels um söfnun á áli sem nú er í bílum frá fyrirtækinu um allan heims.

Sjá fleiri fréttir