X

Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL
Árið hófst með 8% aukningu hjá BL

Árið hófst með 8% aukningu hjá BL

5

.

February
2018
/
BL Fréttir

Í janúar voru alls nýskráðir 1.794 fólks- og sendibílar hér á landi samkvæmt gögnum Samgöngustofu og var salan í mánuðinum 29% meiri en í sama mánuði 2017. Athyglisvert er að 100% fleiri bílaleigubílar voru nýskráðir í mánuðinum heldur en í janúar 2017 eða alls 474. Af heildarskráningum fólks- og sendibíla í janúar voru 433 frá BL sem er 8% aukning milli ára.

Mikið úrval hjá BL

BL er sem fyrr söluhæsta umboð landsins með rúmlega 24% hlutdeild í janúar og voru um tveir þriðju kaupenda í mánuðinum einstaklingar og fyrirtæki án bílaleiga. Söluhæsta merkið var Renault þar sem 112 bílar voru nýskráðir, aðallega Captur og atvinnubílarnir Kangoo og Trafic. Þar á eftir kom Nissan með 97 bíla þar sem hinn vinsæli Qashqai var söluhæstur auk X-Trail. Þriðja söluhæsta merkið var Hyundai með 89 nýskráningar þar sem mest bar á fólksbílnum i20  og fjórhjóladrifna sportjeppanum Tucson. Athyglisverð aukning varð í sölu Land Rover þar sem 38 bílar voru nýskráðir, nær allir til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga. Einna vinsælastir að þessu sinni voru Land Rover Discovery og Discovery Sport.

 

Sjá fleiri fréttir