X

Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins
Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins

Átta hundruð fleiri bílar nýskráðir hjá BL á fyrri helmingi ársins

4

.

July
2017
/
BL Fréttir

Alls voru 14.830 fólks- og sendibílar nýskráðir fyrstu 6 mánuði ársins, 13 prósentum fleiri en á sama tíma 2016 þegar 13.098 nýir bílar fóru á götuna. Þar af voru 3.362 fólks- og sendibílar nýskráðir í júní samanborið við 2.991 á sama tíma í fyrra sem er 12,4% aukning. Af umboðum landsins nýskráði BL 943 bíla í júní og hafa alls 4.302 bílar af tegundum BL verið nýskráðir það sem af er árinu. Það er aukning um 800 bíla, eða 23% frá sama tímabili 2016. Markaðshlutdeild BL á fyrri helmingi ársins er 29%.

Almenningur yngir upp

Einstaklingar og fyrirtæki (án bílaleiga) keyptu 59% fleiri nýja bíla í júní heldur en í sama mánuði í fyrra, alls 1.609 bíla. Alls hafa 7.422 nýir bílar verið skráðir á þessum hluta markaðarins á árinu, 27,4 prósentum fleiri en fyrstu sex mánuðina 2016 sem bendir til verulegrar endurnýjunar í bílaflota fjölskyldna og fyrirtækja. Á sama tíma er að hægast verulega á bílakaupum bílaleiga landsins enda þótt þar sé tveggja prósenta aukning það sem af er árinu miðað við fyrstu sex mánuðina 2016. Það sem af er ári hafa bílaleigurnar keypt 7.408 nýja bíla.

Fjölbreytt úrval og nýjar kynslóðir

Sé litið til bíltegunda sem BL hefur umboð fyrir hefur salan aukist að meðaltali um 23% það sem af er ári. Veruleg söluaukning hefur orðið í nær öllum merkjum þar sem nýjar eða uppfærðar kynslóðir vinsælla bílgerða hafa litið dagsins ljós auk þess sem nýtt merki var kynnt á árinu. Í þessu sambandi má t.d. nefna Land Rover Discovery, Nissan Micra og Navara, Renault ZOE, breytta Hyundai i10 og i30 auk þess sem rafmagnsbíllinn IONIQ var frumsýndur. Þá má nefna nýjan Renault Scenic og uppfærðan Dacia Duster, mest selda sportjeppa landsins á árinu. Auk þess býður BMW sífellt fleiri gerðir sem tengitvinnbíla sem fellur í góðan jarðveg á markaðnum. Að síðustu má nefna að fyrr á árinu bættist Jaguar í flóru BL sem lofar mjög góðu ef marka má sölu á þeim hingað til, ekki síst sportjeppanum F-PACE.

Sjá fleiri fréttir