X

Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL
Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL

Atvinnu- og lúxusbílar áberandi í júní hjá BL

3

.

July
2019
/
BL

Í júní voru 1.459 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, þar af 339 bílar af merkjum BL sem skilaði fyrirtækinu 23,2% markaðshlutdeild í mánuðinum og tæplega 29% hlutdeild það sem af er árinu. Það sem helst vekur athygli þegar litið er til júnísölu BL er sterk staða á markaði atvinnubíla annars vegar og lúxusbíla hins vegar. Nýskráningar atvinnubíla frá BL voru 35, aðallega Renault og skiluðu nýskráningarnar BL um 35% hlutdeild í mánuðinum og tæplega 39% það sem af er ári á þeim hluta markaðarins. Á markaði lúxusbíla voru 52 nýskráningar í júní, aðallega frá Land Rover, BMW og Jaguar og var hlutdeild fyrirtækisins á þeim markaði 35% í júní og rúmlega 36% á fyrri árshelmingi.

Dacia og grænir bílar eftirsóttir

Af þeim merkjum sem BL hefur umboð fyrir var Dacia söluhæstur í júní með alls 112 nýskráningar. Næstur ver Nissan með 62 nýskráningar og svo Hyundai með 50. Á markaði umhverfismildra bíla frá BL voru alls 67 slíkir nýskráðir í júní, 52 rafbílar og 15 tengiltvinnbílar. Söluhæsti rafbíll BL var Hyundai með alls 29 nýskráningar, aðallega Kona EV. Aðrir voru frá Jaguar, Nissan, Renault og BMW, alls 23. Af tengiltvinnbílum var BMW með flestar nýskráningar, eða sjö. Aðrir voru frá Land Rover, Mini og Hyundai, alls átta.

Nýr Evoque frumsýndur í júní

Af nýjum bílum hjá BL í júní má nefna frumsýningu nýrrar kynslóðar Range Rover Evoque í byrjun mánaðarins. Evoque umbylti á sínum tíma hönnun sportjeppa þegar hann kom fram á sjónarsviðið árið 2010. Þótt nýr Evoque sé stærri en forverinn njóta sérkennandi útlit og línur bílsins sín áfram enda á hvort tveggja ríkan þátt í miklum vinsældum hans og þeim rúmlega 200 alþjóðlegu verðlaunum sem hann hefur fengið frá upphaflegri frumsýningu. Nýr Evoque markar einnig nokkur þáttaskil hjá Jaguar Land Rover því hann er sá fyrsti sem framleiðandinn býður með 48 volta mildri tvinndrifrás (Mild Hybrid) sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að styðja við aðalorkugjafann; dísil- eða bensínvél, undir álagi til að draga úr eldsneytisnotkun og útblæstri en auka um leið þægindi ökumanns og farþega, einkum þegar ekið er af stað úr kyrrstöðu.

1.943 færri nýir bílaleigubílar skráðir

Á markaði bílaleiga voru 716 bílar nýskráðir í júní, 48% færri en í fyrra þegar þeir voru 1.381 í mánuðinum. Á fyrri árshelmingi þessa árs voru 33,5% færri bílaleigubílar nýskráðir en á sama tímabili 2018 og munar þar hátt í tvö þúsund bílum það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018.

Markaðshlutdeild BL það sem af er ári er 28,9%

Sjá fleiri fréttir