X

BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara
BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara

BL frum­sýn­ir nýj­an Nis­s­an Navara

17

.

February
2017
/
NISSAN

BL frum­sýn­ir nýja Nis­s­an Navara pall­bíl laug­ar­dag­inn 18. fe­brú­ar og sýn­ing­ar­gest­um sem leggja leið sína í sýn­ing­ar­sal BL gefst kost­ur á að reynsluaka bíln­um í nýrri AT38 út­gáfu. Arctic Trucks hef­ur á und­an­förn­um mánuðum unnið að því að breyta bíln­um og not­ast við efni til breyt­inga að mestu frá Nis­s­an.

Navara hent­ar vel til breyt­inga

„Nis­s­an Navara er í grunn­inn til vel út­bú­inn bíll til breyt­inga,“ seg­ir Loft­ur Ágústs­son, markaðsstjóri BL. „Hann kem­ur með fjöl­arma gorma­fjöðrun frá fram­leiðanda og er bú­inn 2,3 lítra dísil­vél sem er 190 hest­öfl og dríf­ur hann mjög vel áfram þrátt fyr­ir dekkja­stærðina. Íhlut­irn­ir til stækk­un­ar á fram­drif­inu, sem verður eft­ir breyt­ingu 8,5 tomm­ur, kem­ur frá Nis­s­an í Am­er­íku og passa beint í fram­drifið á Navara. Eft­ir breyt­ing­una á fram­drif­inu er und­ir­vagn­inn orðinn með því sterk­asta sem völ er á. Við erum mjög ánægðir með út­kom­una og ljóst að þessi nýja út­gáfa af Navara er vel út­bú­inn í grunn­inn og hent­ar því vel til breyt­inga“ seg­ir Loft­ur enn­frem­ur.

100% driflæs­ing að fram­an og aft­an

Navara pall­bíll­inn kem­ur með driflæs­ingu að aft­an frá fram­leiðanda en Arctic Trucks setti síðan ARB loft­læs­ingu í fram­drifið. Fjöðrun­in að fram­an og aft­an hef­ur verið lengd með FOX Per­formance demp­ur­um sem bæta akst­ur­seig­in­leika við erfiðar aðstæður og auðvelda öku­manni að beita bíln­um að fullu afli, að sögn Lofts.

„Við erum bæði spennt­ir og stolt­ir að kynna þessa nýju AT38 út­færslu af Navara. Við höf­um und­an­farið lagt mikla áherslu á að kynna þenn­an nýja bíl sem hef­ur hlotið lof þeirra sem til þekkja og næg­ir að nefna að hann var val­inn af Íslensk­um bíla­blaðamönn­um bíll árs­ins í sín­um flokki 2017 auk þess sem hann sigraði í sparakst­ur­skeppni FÍB í sum­ar. Og nú ætl­um við bjóða fólki að koma og reynsluaka Navara í al­vöru jeppa út­færslu,“ sagði Loft­ur að lok­um.

 

Sjá fleiri fréttir