X

BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018
BL jók markaðshlutdeildina 2018

BL jók markaðshlutdeildina 2018

3

.

January
2019
/
BL

Á árinu 2018 voru í heild nýskráðir 19.880 fólks- og sendibílar, 14,8% færri en 2017 þegar þeir voru 23.337. Af þeim sem nýskráðir voru á liðnu ári voru 5.618 af merkjum frá BL og jók fyrirtækið hlutdeild sína um hálft prósentustig á árinu sem endaði í 28,3% hjá BL.

Nexo kominn til landsins

Desember var í rólegri kantinum miðað við sama mánuð 2017 þegar 1.059 fólks- og sendibílar voru nýskráðir samanborið við 576 í nýliðnum desember. Af merkjum BL voru 145 bílar afhentir eigendum sínum og var markaðshlutdeild félagsins rúmur fjórðungur í mánuðinum. Þess má geta að einn þessara 145 bíla var  Hyundai Nexo, byltingarkenndur rafknúinn vetnisbíll sem Hyundai í Garðabæ frumsýnir síðar í þessum mánuði.

34 rafknúnir Nissan

Söluhæsta merki BL í desember var Nissan með alls 54 skráningar. Renault var með 30 nýskráningar og Hyundai 27. Af heildarfjöldanum voru 53 raf- og tengiltvinnbílar afhentir hjá BL í desember. Þar af voru 34 rafbílar af gerðinni Leaf og e-NV200, en Leaf var jafnframt fjórtándi söluhæsti fólksbíllinn á markaðnum hér á landi 2018.

Meirihluti fólks kaupir jeppling

Þegar litið er til þróunar markaðarins í heild sl. sex ár er áhugavert að sjá hversu mjög jepplingar/sportjeppar hafa aukið hlutdeild sína á árunum frá 2013. Það er í samræmi við almenna þróun á heimsmarkaði. Hér á landi er hlutdeildin nú orðin hátt í helmingur, eða 48% og er raunar enn meiri eða 56% sé einungis litið til kaupa einstaklinga. Af fimmtán söluhæstum bílgerðunum 2018 voru sex jepplingar og var Dacia Duster þar á meðal með 551 bíl og Qashqai, vinsælasti jepplingurinn í Evrópu, með 360. Meðfylgjandi mynd sýnir vaxandi hlutdeild jepplinga á markaðnum í heild hér á landi frá 2013.

Fjöldi bílaleigubíla í takt við þróunina

Í desember voru 130 bílaleigubílar nýskráðir borið saman við 279 í sama mánuði 2017. Í heild voru 7.039 bílaleigubílar nýskráðir á árinu rétt rúmum 18% færri en 2017.

Sjá fleiri fréttir