X

BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar
BL með 68% rafbílasölunnar

BL með 68% rafbílasölunnar

3

.

October
2018
/
BL Fréttir

Í september voru alls 1.074 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, 21,4 prósentum færri en í sama mánuði 2017 þegar nýskráðir voru 1.366 bílar. Sé aðeins litið til bílakaupa einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) í mánuðinum var samdrátturinn meiri eða 26,1% miðað við september 2017. Frá áramótum hafa alls 17.502 fólks- og sendibílar verið nýskráðir og er það 11,9% samdráttur miðað við fyrstu níu mánuði síðasta árs þegar alls 19.869 bílar höfðu verið nýskráðir. Bílaleigur landsins nýskráðu 17,5 prósentum færri bíla á tímabilinu borið saman við sama tíma 2017 þótt 57% aukning hafi orðið í septembermánuði í ár þegar 121 nýr bílaleigubíll bættist í flotann samanborið við 77 í fyrra.


Nissan söluhæstur í september

Alls voru 289 bílar af merkjum BL nýskráði í september og var markaðshlutdeild fyrirtækisins tæp 27% í mánuðinum. Nissan var söluhæsta merkið með 75 bíla, þar af 36 rafbíla, Hyundai var í öðru sæti með 58 bíla, þar af fimm rafknúna og Renault þriðji hæstur með 56 nýskráningar, þar af 7 rafbíla. Alls voru 43 lúxusbílar frá BL nýskráðir í mánuðinum; 16 BMW, 6 Jaguar og 21 Land Rover og Range Rover.


Góð rafbílasala

Alls voru 58 rafknúnir fólksbílar nýskráðir hjá BL í september, fimmtíu rafbílar og átta tengiltvinnbílar. Af rafbílum voru 36 Nissan, 7 Renault, 4 Hyundai og 3 BMW. Af tengiltvinnbílum voru 6 frá Mini og einn BMW og einn Hyundai; alls átta bílar. Það sem af er árinu (jan-sep) hafa 332 hreinir rafbílar af merkjum BL verið nýskráðir og er hlutdeild fyrirtækisins á rafbílamarkaðnum 68%. Þar af var hún 84,7% í september.


Sterk staða BL

Af merkjum BL voru alls 4.969 fólks- og sendibílar nýskráðir fyrstu níu mánuði ársins. Hyundai er söluhæsta merkið það sem af er ári með alls 1.425 bíla. Næstsöluhæstur er Nissan með 1.103 bíla og þriðji söluhæstur er Renault með 874 bíla. Markaðshlutdeild BL er sem fyrr afar sterk á markaðnum og var rúm 28% fyrstu níu mánuði ársins.

Kynntu þér úrval af nýorkubílum hjá BL

Sjá fleiri fréttir