X

BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar
BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar

BL mun hafa samband við eigendur bíla frá Procar

20

.

February
2019
/
BL

Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi notaða bíla frá bílaleigunni Procar og ólöglegra breytinga á kílómetramælum bíla í flota leigunnar vill BL ehf. koma þeim eindregnu skilaboðum til viðskiptavina sinna að haft verður samband við alla sem keypt hafa bíla frá Procar hjá BL eða Bílalandi, endursölufyrirtæki BL með notaða bíla.

Alls 185 bílar

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum keypti og seldi BL / Bílaland alls 185 bíla frá Procar á árunum 2011 til 2017 en engan bíl á árinu 2018. BL hefur farið þess á leit við lögmannsstofuna Draupni, sem fer með málið fyrir hönd Procar, að framkvæma úttekt á öllum bílunum 185 til að ganga úr skugga um við hvaða bíla Procar átt var við kílómetramælinn í. Lögmannstofan hefur gefið sér tveggja vikna frest til að ljúka úttektinni.

BL tekur málið alvarlega og haft verður samband við alla

Jafn skjótt og BL berast upplýsingarnar frá Draupni um það við hvaða bíla Procar átti mun BL hafa samband við eigendur bílanna til að upplýsa þá um stöðuna. Á það jafnt við um þá bíla sem eru með ranga kílómetrastöðu og þá sem Procar átti ekki við.

Bótagreiðslur

Það á enn eftir að koma í ljós hvernig bótagreiðslum verður háttað gagnvart þeim sem keypt hafa bíl frá Procar á röngum forsendum. Eins og áður segir fer lögmannsstofan Draupnir með málið fyrir hönd Procar og á þessu stigi málsins hefur enn ekki verið upplýst hvernig bílaleigan hyggst bæta viðskiptavinum tjónið. Þegar það liggur fyrir mun BL fyrst geta metið næstu skref með tilliti til hagsmuna viðskiptavina sinna.

Til upplýsingar

Bíleigendur sem keypt hafa notaðan bíl frá Procar hjá BL geta sent Draupni tölvupóst á netfangið dls@dls.is með upplýsingum um skráningarnúmer bílsins óski þeir eftir því að fá senda staðfestingu beint til sín. BL mun engu að síður hafa samband við alla viðkomandi aðila sem eiga umrædda bíla.

Sjá fleiri fréttir