X

BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða
BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða

BL vottaður viðhaldsaðili bílarafhlaða

9

.

May
2018
/
BL Fréttir

Bifvélavirkjar Renault hjá BL við Sævarhöfða luku nýlega vottunarprófi sem Renault hélt hér á landi í þjónustu og viðhaldi á einstökum einingum í bílarafhlöðum Kangoo og Zoe. Af sama tilefni afhenti franska fyrirtækið BL að gjöf nauðsynlegan og sérhæfðan viðgerðar- og greiningarbúnað sem notaður er í þjónustunni sem vegna strangra öryggiskrafna fer fram í afmörkuðu og lokuðu rými við Sævarhöfða.

 

BL eitt fyrsta vottaða fyrirtækið

BL er á meðal fyrstu fyrirtækjanna utan Frakklands sem Renault vottar í þessu skyni og er Ísland þriðja landið utan heimalandsins sem Renault heimilar að sinni viðhaldi á rafhlöðum í bílum fyrirtækisins. Að sögn Símonar Ólafssonar, tæknistjóra hjá BL, eru lithium-ion rafhlöður í rafbíla háspenntar og því afar mikilvægt að fylgja ströngum verkferlum, bæði er varðar vinnuaðstöðu og klæðnað auk þess sem einungis eru notuð tiltekin verkfæri sérsniðin að vinnunni. „Ég get nefnt sem dæmi að hlífðarfatnaður, hanskar og handverkfæri  þurfa að vera einangruð og þola eitt þúsund volta spennu. Vinnan þarf að vera afmörkuð og lokuð frá öðrum starfsstöðvum og þú mátt ekki vera með neitt glingur á þér sem leitt getur straum. Síðan þurfa að lágmarki tveir starfsmenn að þessum verkefnum. Af öryggisástæðum má aldrei einn sérfræðingur vinna við rafhlöðurnar,“ segir Símon.

 

Bilanir afar fátíðar

Mjög fátítt er að þessar rafhlöður bili alvarlega en Símon segir viðhald og eftirlit með þeim jafn eðlilegt ferli og hvað varðar alla aðra hluti sem eru í stöðugri notkun. „Einstakar einingar í þeim geta dalað eða gefið sig með tímanum sem er bara eðileg þróun eins og í öðru. Það er hluti af ábyrðarþjónustu okkar við framleiðendur að hafa eftirlit með rafhlöðunum í samræmi við þeirra fyrirmæli og verkferla,“ segir Símon. Nú þegar hafa aðrir bifvélavirkjar hjá BL sem þjónusta Nissan, Hyundai og BMW lokið sams konar prófum og eru alls um tíu manns hjá BL með vottun frá bílaframleiðendum til að sinna þjónustu við háspenntar bílarafhlöður.

Sjá fleiri fréttir