X

BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa
BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa

BMW Group kemur að sjálfbærri og upplýstri endurvinnslu flutningaskipa

20

.

March
2019
/
BMW

BMW Group, eigandi BMW, MINI og Rolls Royce, hefur um áratugaskeið fylgt skipulagðri og víðtækri umhverfisstefnu sem tekur til sjálfbærni við sjálfa framleiðsluna og skipulagðra ferla við förgun á bílum að líftíma loknum. Ferlar fyrirtækisins taka m.a. til vals á efnum og íhlutum m.t.t. endurvinnsluhæfni þeirra og er t.d. allt ferlið við framleiðslu og endurvinnslu á rafbílnum i3 eitt skýrasta dæmið um þetta. Nú hefur BMW Group stigið skrefinu lengra og gengið til liðs umhverfisverkefnið „Ship Recycling Transparency Initiative“ (SRTI) sem hefur að markmiði að þróa nýjan og alþjóðlegan staðal um ábyrga og sjálfbæra endurvinnslu skipa sem tekin eru úr notkun. BMW Group er jafnframt fyrsti bílaframleiðandinn sem gengið hefur til liðs við SRTI.

Sjóflutningar mikilvægir BMW Group

Sem alþjóðlegt fyrirtæki og til að mynda stærsti útflytjandi bíla frá Bandaríkjunum, reiðir BMW sig mjög á vöruflutninga með skipum, bæði á aðföngum til framleiðslunnar og vörudreifingar til markaðssvæða víða um heim, þar á meðal til Íslands. Sjóflutningar eru því órjúfanlegur þáttur í atvinnustarfsemi BMW Group og fyrirtækið mikilvægur viðskiptavinur skipafélaga um allan heim sem annast um 90% allra vöruflutninga í heiminum.

BMW fyrsti bílaframleiðandinn

„Mikilvægi sjálfbærni og gagnsæis eru meginreglur í öllum ákvörðunum sem snerta starfsemi BMW Group og við krefjumst þess sama af helstu samstarfsaðilum sem sinna vöruflutningum fyrir okkar hönd. Við erum jafnframt ánægð og stolt yfir því að vera fyrsti bifreiðaframleiðandinn til að ganga til liðs við SRTI um ábyrga og upplýsta endurvinnslu á skipum,“ sagði Anita Pieper, sem ábyrg er fyrir dreifingu ökutækja BMW Group að lokinni undirritun samningsins við SRTI.

Markmiðið að hanna staðal

Í verkefni SRTI felst að aðilar verkefnisins tileinki sér vinnubrögð og skipulagða ferla er varða ábyrga og sjálfbæra endurvinnslu skipa. Verkefnið er rekið á netinu þar sem þátttakendur miðla upplýsingum og leiðbeiningum um hagnýta ferla í ábyrgri endurvinnslu í sjávarútvegi og þá um leið gagnsæi í málaflokknum. Í verkefninu er tekið mið af hagsmunum allra meðlima í því skyni að finna sameiginlega lausn og koma á fót nýjum staðli sem hægt sé að fylgja til að standa við skuldbindingar um ábyrga endurvinnslu.

Endurvinnsluhæfni íhluta BMW Group

BMW Group hefur um langt skeið fylgt ákveðnu og sjálfbæru ferli í endurvinnslu, sérstaklega hvað varðar endurvinnslu í bílaframleiðslunni. Hjá BMW eru t.d. daglega gerðar tilraunir á nýjum íhlutum til að prófa hentugleika þeirra með tilliti til endurvinnsluhæfni að líftíma loknum. Tilraunirnar eru gerðar hjá endurvinnslu- og niðurbrotsmiðstöðinni (BMW‘s Recycling and Dismantling Centre) í Landshut í Þýskalandi. Miðstöðin starfar m.a. náið með rannsóknastofnunum og birgjum að þróun nýrrar tækni og aðferða við endurvinnslu.

Rafbíllinn BMW i3 er grænn „í gegn“.

Sjá fleiri fréttir