X

Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings
Breytingar á kauphegðun almennings

Breytingar á kauphegðun almennings

4

.

May
2017
/
BL Fréttir

Nýskráningar fólks- og sendibíla á innlendum bílamarkaði voru samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu alls 2.197 í apríl, 119 bílum færri en í mars. Skýringuna má án efa að mestu rekja til páskahelgarinnar og sumardagsins fyrsta auk þess sem líklegt er að margir hafi einnig nýtt tækifærið til að lengja fríið með töku orlofs virku dagana í viku 15 og 16.

Söluaukning og breyttur smekkur

Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Vöxturinn er í við meiri sé litið til merkja BL þar sem 18% auking varð á tímabilinu. Talverð breyting hefur orðið á því hvernig bíla almenningur velur en greinileg aukning hefur orðið á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum á sama tíma og dregið hefur úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment).

Jepplingar, jeppar og pallbílar

Þannig nam heildarsöluaukning umboðanna á jepplingum, jeppum og pallbílum fyrstu fjóra mánuðina rúmum 48 prósentum miðað við 2016. Sé eingöngu litið til bílakaupa einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiganna verður aukningin enn skýrari því meira en helmingur fólks og fyrirtækja hefur valið jeppling, jeppa eða pallbíl það sem af er árinu eða 56,3%. Hjá BL hefur sala á þessum gerðum bíla vaxið 46,1% í heild og 48,5% að bílaleigunum slepptum á tímbilinu. Þessi þróun á sér ekki einungis stað hér á landi heldur einnig víðast hvar á öllum helstu alþjóðamörkuðum, ekki síst á meginlandi Evrópu, þar sem Nissan reið á vaðið með hönnun Qashqai sem leitt hefur söluna allar götur frá því að hann kom á markað árið 2006. 

Mikil aukning í flestum merkjum hjá BL

Af þeim merkjum sem BL hefur umboð fyrir voru nýskráðir 667 bílar í apríl, 8 bílum færri en í sama mánuði 2016. Sé hins vegar litið til fyrstu fjögurra mánaða yfirstandandi árs voru 2.148 bílar að merkjum BL nýskráðir samkvæmt tölum Samgöngustofu, þar af 1346 til einstaklinga og fyrirtækja annarra en bílaleiga. Í heild hafa 330 fleiri bílar selst af merkjum BL það sem af er ári heldur en á sama tímabili 2016. Nemur markaðshlutdeild BL rúmum 29% það sem árinu og 30,3 prósentum sé litið framhjá nýskráningum bílaleiganna. Í apríl eingöngu nam markaðshlutdeild BL 30,4 prósentum.

Dacia sækir mjög í sig veðrið

Í apríl leiddi Hyundai söluna hjá BL með alls 246 nýskráða bíla. Næstur kom Renault þar sem 128 bílar voru nýskráðir. Þriðji söluhæsti bíllinn í mánuðinum var Dacia með 118 bíla en Dacia hefur sótt mjög í sig veðrið undanfarin misseri með 81% aukningu fyrstu fjóra mánuðina miðað við sama tíma 2016. Dacia er nú einn vinsælasti bíllinn á Evrópumarkaði um þessar mundir aðallega vegna hagstæðs rekstrarkostnaðar og verðs.

 

Sjá fleiri fréttir