X

Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum
Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum

Dísilvélar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki í bílasamgöngum

9

.

August
2017
/
BMW

Í ræðu, sem Harald Krüger stjórnarformaður BMW Group hélt í síðustu viku við upphaf ráðstefnu innanríkisráðuneytis Þýskalands sem bar yfirskriftina National Diesel Forum, kom m.a. fram að fyrirtækið ætlaði sér að vera áfram í fremstu röð þýskra bílaframleiðenda við þróun bíla sem nota rafmagn sem orkugjafa. Hann sagði einnig að BMW myndi halda áfram þróun dísilvéla sem uppfylla muni alla ströngustu megnunarstaðla heims, þar á meðal Euro 6. 

Bestu dísilvélarnar mjög umhverfismildar

„Okkur er fullkomlega ljóst að sjálfbærni er jafn mikilvæg bílasamgöngum framtíðarinnar og akstursánægjan sem fylgir því að aka BMW. Á því sviði stendur BMW í fremstu röð. Við vorum fyrsti bílaframleiðandinn í Þýskalandi sem einsetti sér að þróa til fulls rafmagntæknina sem orkugjafa í bílum og höfum sett á markað fleiri slíka bíla en nokkur annar þróaður bílaframleiðandi í heiminum. Hins vegar er rafmagnið alls ekki eina græna lausnin. Fullkomnari og háþróaðri dísilvélar munu einnig gegna mikilvægu hlutverki í þróun sjálfbærra bílasamganga. Þegar litið er til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum verður jafnframt að horfa til þess hvaða árangur hefur náðst í þróun dísilvéla. Þegar horft er til ýmissa efna sem bílvélar losa og eru skaðleg umhverfinu kemur í ljós að bestu dísilvélarnar losa alveg jafn lítið eða jafnvel minna af skaðlegum efnum en nýju bensínvélarnar. Þetta á sérstaklega við um smáagnir, kolvetni og kolsýring. Þessi efni eru nú orðin svo lítil í útblæstri dísilvéla að þær hafa ekki lengur neikvæð áhrif á loftgæði. Af þessum ástæðum leggur BMW ríka áherslu á hreinskipta og opna umræðu sem grundvallist á staðreyndum og vísindalegum rannsóknum áður en teknar verði afdrifaríkar ákvarðanir.“ 

Ekkert svindl

Benti Krüger á að dísilvélar BMW Group losuðu nú þegar að meðaltali um 40% minna NOX en dísilvélar annarra bílaframleiðenda í Þýskalandi. Það staðfesti Umhverfisstofnun Þýskalands, Germany Federal Environment agency, í apríl sl og uppfylli dísilvélar BMW Group nú þegar bæði staðla Euro 5 og 6. Krüger segir að umræðan um endalok dísilvélarainnar hafi stórskaðað umhverfisverndarumræðuna og komið óverðskulduðu óorði á bestu dísiltæknina auk þess sem umræðan hafi skapað óöryggi meðal milljóna eigenda bíla með dísilvél. „Bestu dísilvélarnar byggja á mjög þróaðri tækni og eru mjög hreinar með tilliti til losunar. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að tækni BMW Group við þróun véla með tilliti til útblásturs sé allt annars eðlis en annarra bílaframleiðenda. Við höfnum þar að auki gjörsamlega öllum dylgjum þess efnis að í okkar bílum sé að finna ólöglegan búnað í útblásturskerfi bíla BMW Group enda hafa rannsóknarteymi á vegum þýskra stjórnvalda sem og í öðrum löndum staðfest að engar vísbendingar séu um slíkan búnað,“ sagði Krüger.

Von á BMW X3 í hreinni rafmagnsútfærslu

Krüger segir að auk þess sem þróun dísilvéla BMW Group verði haldið áfram sé jafnframt mikil áhersla lög á þróun rafmagnsbílatækninnar sem boðin sé í sífellt fleiri bílgerðum frá fyrirtækinu. „Sveigjanlegar tæknilausnir í bílum og verksmiðjum samstæðunnar gera okkur m.a. kleift að taka skjótar ákvarðanir um það hvaða bílgerðir skuli framleiða á hverjum tíma, í hvaða magni og hvaða lausn skuli velja með tilliti til orkugjafa: dísilvél, bensínvél, rafmótor eða tengitvinnlausn. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að selja að minnsta kosti 100 þúsund bíla sem styðjast við rafmagn sem orkugjafa, hvort sem það eru rafmagnsbílarnir BMW i3 og i8 eða einhver hinna mismunandi gerða Plug-In Hybrid bíla sem BMW og MINI hafa fram að færa. Sem stendur er hægt að velja um níu „rafmagnaða“ bíla frá BMW Group og er von á enn fleiri gerðum á næstu árum. Meðal annars verður hægt að fá BMW X3 í hreinni rafmagnsútfærslu árið 2020,“ segir Krüger.

Von er á X3 í hreinni rafmagnsútfærslu árið 2020.

Sjá fleiri fréttir