X

Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan
Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan

Einstakur MINI í tilefni brúðkaups Harry og Meghan

17

.

May
2018
/
MINI

MINI fagnar brúðkaupi Harrýs Bretaprins og Meghan Markle nl. laugardag 19. maí, með einstakri og sérmerktri útgáfu á einum Mini Hatch. Bíllinn er merktur í anda brúðkaupsins, en er þó ekki gjöf til ungu brúðhjónanna heldur til velferðarsjóðs sem Harrý og Meghan tilnefndu.

CHIVA fær hann að gjöf

Brúðhjónin völdu velferðarsjóð sem starfar í þágu HIV-smitaðra barna, The Children’s HIV Association (CHIVA). Sjóðurinn mun setja þennan einstaka bíl á almennt uppboð og nýta söluandvirðið til góðgerðarmála í þágu skjólstæðinga sinna. „Mini er eitt höfuðdjásna í sögu breskrar bílaframleiðslu og það er okkur sönn ánægja að minnast sögunnar og heiðra brúðhjónin um leið með þessum hætti,“ sagði Oliver Heilmer, yfirhönnuður Mini, þegar tikynnt var um gjöfina.

Just Married

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fer þemað ekki á milli mála, enda fá ýmsar persónulegar sérmerkingar ásamt rauða, hvíta og bláa litnum, einkennislitum breska fánans, að njóta sín til fulls, bæði í farþegarými og ytra útliti. Bílþakið var málað í litum þjóðfánans, í hurðafalsi framdyranna stendur „Just Married“ og upphafsstafi brúðhjónanna er einnig að finna á bílnum auk fleiri skreytinga.

Mun auka verðgildi sitt

Eins og áður segir mun góðgerðarsjóðurinn fá bílinn afhentan og bjóða hann upp að loknu brúðkaupi. Sá eða sú sem hæst býður eignast einstakan Mini, þann eina í heiminum. Fastlega má búast við að þessi „One of a Kind“ eins og Bretarnir segja, auki verðmæti sitt eftir því sem árin líða í anda einstakra safngripa sem gjarnan hækka í verði eftir því sem árin líða.

 

Sjá fleiri fréttir