X

Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku
Erlendir starfsmenn BL læra íslensku

Erlendir starfsmenn BL læra íslensku

10

.

April
2018
/
BL Fréttir

Hjá bílaumboðinu BL eru um 10% starfsmanna af erlendum uppruna. Nýverið var þeim öllum boðið að taka stöðupróf í íslensku og hafa fjórtán þeirra nú hafið nám á 1. stigi í íslensku. Kennt er í tvær klukkustundir í einu í tíu skipti og lýkur námskeiðinu í lok maí. Kennslan er á vegum Retor fræðslu sem býður fyrirtækjum slíka þjónustu.

Íslenskan er lykilatriði

Að sögn Önnu Láru Guðfinnsdóttur, starfsmannastjóra BL, leggur fyrirtækið áherslu á íslensku sem leiðandi tungumál í starfsemi sinni. „Í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er í dag er nauðsynlegt að fyrirtækin aðstoði erlent starfsfólk sitt við að verða sem virkastir þátttakendur í samfélaginu. Í því sambandi er íslenskukunnátta á meðal lykilatriða í aðlögun að samfélaginu og í tengslamyndun við aðra, ekki síst við samstarfsfólk og viðskiptavini,“ segir Anna Lára.

‍F.v. Aneta M Matuszewska skólastjóri og kennari Retor fræðslum, Anna Lára Guðfinnsdóttir, mannauðsstjóri BL, og Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor fræðslu. 

Sjá fleiri fréttir