X

Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017
Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017

Fern verðlaun til BMW í The Auto Trophy 2017

1

.

December
2017
/
BMW

Lesendur þýska bílatímaritsins Auto Zeitung og nokkurra systurblaða og bílavefja í öðrum löndum kusu rafbílinn BMW i3, BMW 3 Series, BMW 5 Series og BMW X3 „bestu bíla heims“, hvern í sínum flokki. Blaðið framkvæmir árlega lesendakönnun meðal áskrifenda sinna og hefur gert í sl. 30 ár. Auto Trophykönnunin er ein sú þekktasta sem gerð er í bílaheiminum. Í heildarkeppninni varð BMW X3 20d hlutskarpastur, í öðru sæti Ford Mustang GT og í því þriðja Seat Arona 1,0 EcoTSI.

 

Í nýju könnuninni svöruðu lesendur og áskrifendur miðlanna svörum um bíla af 16 tegundum og í tveimur meginflokkum. BMW i3 bar sigur úr býtum í flokki rafmagnsbíla með atkvæðum 35,6% svarenda sem settu hann í 1. sæti. Bíllinn kom á markað fyrir fjórum árum og hefur hann verið sá mest seldi í sínum flokki í Þýskalandi frá upphafi.

 

Í flokki meðalstórra fólksbíla sigraði BMW 3 Series sem er einn mest seldi bíllinn í sínum flokki í Þýskalandi ásamt systurbíl sínum, BMW 3 Series Gran Turismo sem nýlega kom á markað. Tæp 18% svarenda settu 2 Series í 1. sæti. Þá settu rúm 26% svarenda nýja kynslóð BMW 5 Series Touring í 1. sæti þegar lesendur völdu „forstjórabíl ársins“ en 5 Series hefur áður vermt 1. sætið í þeim flokki, m.a. vegna framúrskarandi aksturseiginleika og afþreyigar og tengimöguleika sem bíllinn býr yfir.

 

Að síðustu völdu lesendur Auto Zeitung þriðju og nýjustu kynslóð miðstærðarbílsins BMW X3 besta sport og útvistarbílinn, en tæp 21% svarenda settu hann í 1. sæti í þeim flokki.

 

 

Sjá fleiri fréttir