X

Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf
Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf

Frá Póllandi til Jap­ans á nýj­um Leaf

5

.

September
2018
/
NISSAN

Ævin­týramaður­inn og pólfar­inn Ma­rek Kam­inski er þessa dag­ana stadd­ur í Jap­an, þangað sem hann er ný­kom­inn ak­andi á nýj­um Nis­s­an Leaf eft­ir 16 þúsund kíló­metra ferðalag frá Za­kopane í Póllandi. Inn­an fárra daga legg­ur hann aft­ur stað til baka.

Leið Kam­inskis lá um átta lönd og tvær heims­álf­ur. Frá Póllandi lá leiðin til Lit­há­en, þaðan sem ekið var áfram til Hvíta-Rúss­lands, Rúss­lands, Mong­ól­íu, Kína og Suður-Kór­eu uns komið var til Tokyo í Jap­an. Á leiðinni hlóð Kam­inski bíl­inn alls 53 sinn­um. Að meðaltali ók hann um 250 km á dag en lengsta dag­leiðin var 493 km með einni viðkomu á hleðslu­stöð.

Eng­in fingra­för

Kjör­orð ferðalags­ins var „Eng­in fingra­för“ eða „no trace left behind“ til að vekja at­hygli á um­hverf­ismild­ari ferðavenj­um sem hentað geta millj­ón­um öku­manna um all­an heim með akstri á 100% raf­bíl. Með öku­ferð sinni vildi Kam­inski sýna að hægt sé að ferðast á raf­bíl til fjar­lægra og ein­angraðra áfangastaða um víða ver­öld án þess að skaða loft­gæði jarðar með los­un kolt­ví­sýr­ings.

Ma­rek Kam­inski hef­ur bæði ferðast til Norður- og Suður­póls jarðar á inn­an við einu ári og sagði hann við kom­una til Tokyo að öku­ferðin yrði án efa jafn eft­ir­minni­leg og pól­ar­ferðirn­ar. Víða voru veg­irn­ir í döpru ásig­komu­lagi, hol­ótt­ir og blaut­ir, ekki síst í Rússlandi og Mong­ól­íu auk þess sem tor­sótt reynd­ist að hlaða bíl­inn á fá­menn­um og ein­angruðum stöðum.

Bíll Kam­inskis er bú­inn nýrri 40 kWh raf­hlöðu sem hef­ur um 270 km raun­d­rægni sam­kvæmt nýja mæl­istaðlin­um WLTP. „Bíll­inn hent­ar því ákaf­lega stór­um hópi bí­leig­enda sem að jafnaði aka mun skemmri vega­lengd­ir en sem þessu nem­ur auk þess sem flest lönd, sér­stak­lega í Evr­ópu, eru að gera stór­átak í teng­ingu hleðslu­stöðva fyr­ir raf­bíla við alla helstu þjóðvegi land­anna,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Ekur aft­ur heim til Pól­lands

Kam­inski seg­ir þar nýj­an Leaf henta sér per­sónu­lega mjög vel enda sé hann bæði mjög þægi­leg­ur og skemmti­leg­ur í akstri og bú­inn háþróuðum tækni­búnaði á sviði þæg­inda og ör­ygg­is. „Fyr­ir mér var ferðalagið þó fyrst og fremst kjörið tæki­færi til að sýna að bíl­notk­un get­ur verið mun um­hverf­ismild­ari en geng­ur og ger­ist hjá flest­um. Bíla­skipti yfir á 100% raf­bíl eru ein­föld en mjög ár­ang­urs­rík leið til þess. Bíll­inn reynd­ist mjög áreiðan­leg­ur á ferðalag­inu enda ætla ég að aka hon­um aft­ur heim til Pól­lands.“

Víða á net­inu má lesa nán­ar um ferðalag Kam­inskis með leit­ar­orðinu #NoTraceExped­iti­on.

Nis­s­an LEAF er mest seldi hreini raf­bíll­inn á markaðnum, en rúm­lega 340 þúsund ein­tök hafa verið ný­skráð frá ár­inu 2010 þegar al­menn sala hófst. Meira en 41 þúsund ein­tök af ann­arri kyn­slóð Leaf hafa verið ný­skráð í Evr­ópu frá því að bíll­inn fór í sölu í októ­ber 2017. Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir bíln­um víða um heim, þar á meðal hér á landi, enda eft­ir­spurn­in tals­vert yfir vænt­ing­um Nis­s­an sem vinn­ur að auk­inni af­kasta­getu verk­smiðjunn­ar í Sund­erland í Bretlandi þar sem Leaf er fram­leidd­ur fyr­ir Evr­ópu­markað.

Sjá fleiri fréttir