X

Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni
Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni

Fyrirtækin leggja sífellt meiri áherslu á rafbíla í þjónustu sinni

14

.

June
2019
/
NISSAN

Atvinnubíllinn Nissan e-NV200 er um þessar mundir sá mest seldi í flokki hreinna rafbíla í sínum stærðarflokki (LCV) í tíu Evrópulöndum. Þar á meðal eru Bretland, Ítalía, Noregur og Holland og eru yfir tíu þúsund slíkir bílar nú í þjónustu fyrirtækja og einyrkja í löndunum. Í heild eru tæplega tuttugu þúsund e-NV200 bílar í notkun, m.a. annars allnokkur fjöldi hér á landi hjá fyrirtækjum og einyrkjum auk þess sem einstaklingar hafa valið þennan rúmgóða og mengunarlausa fjölskyldubíl. Meðal þeirra eru Icelandair, Íslandspóstur, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, HB Grandi, HS Veitur og bílaleigan ALP, svo nokkrir séu nefndir.

Dregur nú enn lengra

Nissan kynnti e-NV200 á síðasta ári með nýrri og enn öflugri 40kWh rafhlöðu sem dregur um 60% lengra en fyrri kynslóð rafhlöðunnar. Geta ökumenn nú ekið rafbílnum um 200 km í blönduðum akstri innan og utan þéttbýlis og allt að 300 km í borgarakstri þar sem styrkleiki sendibílsins er hvað mestur og notagildið sömuleiðis, m.a. vegna vaxandi heimsendinga enda er hleðslurýmið 4,2 rúmmetrar og hámarksþyngd 705 kg.

Fyrirtækin velja e-NV200

Báðar gerðir Nissan e-NV200, það er, hagnýti sendibíllinn og farþegabíllinn Combi, hafa styrkt stöðu sína á Evrópumarkaði undanförnum mánuðum, sérstaklega meðal fyrirtækja í vörusendingum, farþegaflutningum og meðal einyrkja á sendibílamarkaði og í leiguakstri. Á meginlandinu hafa t.d. Harrods, DHL og Chronopost tekið flota af Nissan e-NV200 sendibílum í þjónustu sína. Einnig má nefna nokkur hollensk leigubílafyrirtæki í Rotterdam sem tóku nýlega í notkun 50 sjö manna farþegabíla af gerðinni e-NV200.

Taka loftslagsmálin alvarlega

Meðal atvinnurekenda og lögaðila horfa fyrirtækin á þrjá meginþætti þegar kemur að endurnýjum bílaflotans. Í fyrsta lagi taka þau áherslur í loftslagsmálum alvarlega. Í öðru lagi horfast þau mörg hver í augu við vaxandi hömlur borgaryfirvalda á akstur mengandi bíla í miðborgunum og í þriðja lagi sjá þau fram á lægri rekstrar- og viðhaldskostnað sem fylgir notkun rafbíla umfram hefðbundna bíla. Þetta eru meginástæður þess að fyrirtækin horfa í vaxandi mæli til rafknúinna atvinnubíla þegar kemur að endurnýjum bílaflotans. Þess má einnig geta að samkvæmt alþjóðlegri viðhorfskönnun sem m.a. var á vegum Renault-Nissan Group sjá stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja fram á aukna rafbílavæðingu flotans og innan 20 ára verði hann að fullu rafvæddur og að hluta til einnig sjálfakandi. Sjá nánar HÉR.

Til afgreiðslu strax

Hjá BL eru Nissan E-NV200 tilbúnir til afgreiðslu strax. Bílunum fylgir vottuð hleðslusnúra fyrir allt að 10 Amper sem hægt er að tengja við venjulega heimilisinnstungu, en er einkum ætluð til skammtímahleðslu. BL mælir með því að eigendur láti setja upp hleðslustöð við fyrirtæki eða heimili og feli löggiltum rafvirkja að fara yfir rafmagnsmálin áður en hleðsla hefst.

Sjá fleiri fréttir