X

Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum
Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum

Glimrandi umsagnir um rafknúna vetnisbílinn Nexo í fjölmiðlum

27

.

February
2018
/
HYUNDAI

Óhætt er að segja að nýi rafknúni vetnisbíllinn NEXO frá Hyundai hljóti blússandi start í upphafi ferils síns á bílamarkaðnum. Hyundai Motor kynnti Nexo í endanlegri útgáfu á tækniráðstefnunni CES í Las Vegas janúar ásamt nafni bílsins og í kjölfarið hófst sala á bílnum á völdum mörkuðum. Á ráðstefnunni, þar sem mörg þúsund nýjar vörur hvaðanæva að úr heiminum voru kynntar, hlaut Nexo sín fyrstu verðlaun sem „Val ritstjóra Reviewed.com á CES“ (Reviewed.com‘s CES Editor’s Choice award). Nexo er væntanlegur á Evrópumarkað síðar á þessu ári, þar á meðal til Hyundai á Íslandi.

Á þeim fáu vikum sem liðið hafa frá frumsýningu Nexo hefur hver jákvæða fjölmiðlaumfjöllunin rekið aðra á miðlum um allan heim. Meðal þeirra eru blaðamenn Top Gear, Auto Express, Road Show by CNET, Digital Trends, USA Today, Reviewed.com, The Verge og New York Daily News sem hafa allir skrifað lofsamlega um nýja rafknúna vetnisbílinn.

Top Gear

Blaðamaður Top Gear segir það mjög „upplífgandi að vetnisbíllinn Nexo skuli vera í laginu eins og venjulegur bíll,“ og er hann þá væntanlega að vísa til annarra vetnisbíla sem komið hafa fram á undanförnnum árum og mörgum hefur þótt skrýtnir í laginu. „Það er eins og verkfræðingar Hyundai hafi listað upp ókosti og vandamál vetnisbílanna hingað til og leyst vandamálin með nýjum og byltingarkenndum hugmyndum og lausnum.“ Sjá nánar hér.

Auto Express

Blaðamaður Auto Express heimsótti Evrópustöðvar Hyundai í Frankfurt til að kynna sér Nexo nánar. Blaðamaður lofar útlit bílsins og það mikla pláss sem hönnunin skapar fyrir farþega og farangur auk þess sem blaðamanni finnst Led-ljósin milli aðalljósanna hafa augljósa skírskotun til hátækninnar sem búi að baki hönnuninni á Nexo. Sjá nánar hér.

Road Show by CNET

Fréttaritari Road Show, Antuan Goodwin, fékk að aka Nexo frá Los Angeles til Las Vegas þar sem tækniráðstefnan fór fram og eitt af því sem heillaði hann var virkni rafmótorsins í bílnum, „snurðulaus hröðunin og góður kraftur. Á 72 mílna hraða rann Nexo hljóðlaust eftir hraðbrautinni.“ Goodwin gat þess einnig að sér hefði komið á óvart hve hljóðlátur efnarafallinn væri sem framleiðir rafmagnið fyrir mótorinn. „Ekkert suð eða hvinur eins og maður heyrir stundum í öðrum vetnisbílum. Þetta er ekki úrslitaatriði en vel þess virði að taka eftir,“ sagði Goodwin. Sjá nánar hér.

Digital Trends

Í ljósi þess að Nexo var frumsýndur á tækniráðstefnu sem tölvu- og tækniblaðamenn frá öllum heimsins hornum sóttu kemur ekki á óvart að Nexo hafi verið áberandi í slíkum miðlum eftir ráðstefnuna. Þannig kaus Digital Trend Nexo „Bestu tækni“ ráðstefnunnar í ár (Top Tech of CES 2018 award) ásamt 13 öðrum og ólíkum vörum þar sem valið stóð á milli tíu þúsund annarra. Ástæður verðlauna Digital Trends voru m.a. mikil drægni bílsins áður en fylla þarf á ný á vetnistankinn, en hún er sambærileg drægni hefðbundinna bensín- eða dísilbíla – munurinn er bara sá að úr pústinu kemur hreint vatn í stað eiturgufa. „CES er vettvangur hugmynda, ekki síst hugmynda sem varða bílaiðnaðinn. Fjöldi hugmyndabíla og alls konar framtíðarbílar hafa komið fram á sjónarsviðið „og því er það svo hressandi að sjá bíl eins Nexo verða að veruleika og ná athyglinni,“ segir blaðamaður Digital Trends. Sjá nánar hér.

USA Today

Tæknifréttamaður USA Today, Marc Saltzman, hreifst mjög af Nexo á ráðstefnunni og sagði bílinn eina af 10 bestu vörunum sem hann myndi kaupa í dag. Saltzman líkar lausnin sem Hyundai valdi að fara við þróun bílsins, sem felur í sér enga mengun (zero emissions) á sama tíma og bíllinn afkastar sömu hnökralausu drægninni og afkastagetunni og bensín- og dísilbílar gera. Að auki „getur Nexo leyst ýmsar ansi flottar þrautir fyrir ökumanninn þegar kemur að sjálfvirkum akstri, t.d. ekið sjálfur til þín þar sem þú vilt stíga upp í bílinn í heimreiðinni heima hjá þér eða lagt í þröngt bílastæði á meðan þú horfir á hann gera það án þess að sitja í bílnum,“ sagði Saltzman. Sjá nánar hér.

Reviewed.com

Eins og kom fram hér að ofan var Nexo valinn val ritstjóra Reviewed.com (Reviewed.com‘s CES Editor’s Choice award) á CES þar sem Nexo var einn af einungis 34 öðrum vörum sem ritstjórinn mat þess virði að veita þessi verðlaun. Á vefsíðunni eru þessar 35 vörunýjungar þær einu að mati ritstjórans sem neytendur munu koma til með að skilgreina sem nytsamar og þess virði að kaupa af þeim mikla fjölda nýjunga sem kynntar voru á ráðstefnunni. Ritstjóri Reviewed segir einnig að sem brautryðjandi í vetnistækni bíla sé líklegt að tilkoma Nexo heims verði til þess að þróun nýrra orkugjafa aukist hraðar en hingað til og ástæðan sé ekki síst sú að Nexo sé afurð eins helsta bílaframleiðanda heims. Sjá nánar hér.

The Verge

Blaðamaður hins vinsæla tæknivefmiðils The Verge var einnig á CES í Las Vegas. Í umsögn sinni um Nexo tiltekur hann sérstaklega að Nexo komist bæði lengra en Tesla auk þess sem styttri tíma taki að fylla á vetnistankinn heldur en að endurhlaða rafhlöðuna í Tesla, en einungis tekur 5 mínútur að fylla á Nexo. Einnig hreifst blaðamaðurinn af „sjálfakandi lausnum“ Nexo, svo sem þeim sem halda bílnum á akreininni og aka honum á allt að 90 mílna hraða eftir hraðbrautunum án þess að þurfa að elta annan bíl. Sjá nánar hér.

New York Daily News

Í umsögn sinni eftir ráðstefnuna gerði blaðamaður The New York Daily News ítarlega grein fyrir þeirri miklu athygli sem Nexo hlaut í Las Vegas og segir blaðamaður Nexo „troðfullan pakka af nýjungum“ sem varpi ljósi á hvernig samgöngumáti fólks muni þróast í framtíðinni. Að endingu segir blaðið: „Brilliant! Á sama tíma og við getum ekki pantað réttan drykk með Starbucks-appinu, gerir framtíðin okkur kleift að panta okkur bíl.“ Sjá nánar hér.

 

Sjá fleiri fréttir