X

Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar
Góður árangur MINI í Dakar

Góður árangur MINI í Dakar

22

.

January
2018
/
MINI

Árlegu Dakar-rallý er nýlokið þar sem sjö lið frá MINI tóku þátt á þessari 9 þúsund km leið um Perú, Bólivíu og Argentínu. Hinn nýi afturdrifni MINI John Cooper Works Buggy þreytti frumraun sína í flokki eins drifs bíla. Hinn bíllinn, MINI John Cooper Works Rally (byggður á F60) keppti í fjórhjóladrifsflokki og hlaut hann fimmta sætið í ár.

 

Keppnin í ár var að sögn margra keppenda sú erfiðasta í 40 ára sögu Dakar sem hófst í Lina í Perú og lauk í Cordoba í Argentínu. Einungis 43 af 92 liðum sem hófu keppni komust á leiðarnenda, þar af fjögur af sjö liðum MINI. Bestum árangri náðu Jakub ‘Kuba’ Przygonski og aðstoðarökumaður hans, Tom Colsoul sem hrepptu 5. sæti. Boris Garafulic og Filipe Palmeiro á MINI John Cooper Works Rally luku keppni í 13. sæti. Í 19. sæti urðu Mikko Hirvonen og Andreas Schulz á MINI John Cooper Works Buggy og á hæla þeirra komu Orlando Terranova og Bernando Graue.

 

Fullt af flottum myndum er að finna hér: http://www.bmwblog.com/2018/01/21/four-mini-crews-complete-dakar-rally-2018/.

Sjá fleiri fréttir