X

„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“
„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“

„Hæ BMW, getur þú sagt mér hver sé megintilgangur lífsins?!“

13

.

September
2018
/
BMW

Væri ekki mun þægilegra að geta bara talað við bílinn og beðið hann um hitt og þetta, t.d. að hækka aðeins hitann á miðstöðinni, setja afturrúðihitarann á og rúðuþurrkurnar og svo framvegis í stað þess að styðja á hina og þessa takka eða snertiskjáinn? Verkfræðingar BMW Group eru að leggja lokahönd á BIPA (BMW Intelligent Personal Assistant), háþróað samskiptakerfi sem fáanlegt verður frá og með mars 2019 í vissum bílgerðum og á helstu lykilmörkuðum BMW til að byrja með.


Kerfið lærir á þig

BIPA er svo þróað kerfi að það lærir á venjur ökumanns. Þannig stillir það sætisstöðuna fyrirfram, setur miðstöðina á þann hita og blástur sem ökumaðurinn er vanur að hafa og eykur hitann segi ökumaðurinn að sér sé kalt. Kerfið er ræst með því einu að segja „Hey BMW“ sem má breyta og gefa kerfinu nýtt nafn, t.d. „Hey Bimmi“ eða Jim, Jóna eða hvað eina.


„Hey Bimmi!“

Bimmi er kunnugur öllum stjórntækjum bílsins. Þess vegna nægir að segja: „Hey Bimmi, mér er kalt!“ Þá eykur kerfið hlýjuna í bílnum. Kerfið lærir einnig á venjur, t.d. endurteknar skipanir, og raddbeitingu ökumansins eða framburð og fleira til að öðlast aukna færni til að svara óskum ökumannsins rétt. BIPA getur líka upplýst ökumanninn um stöðu mótorlolíunnar fái kerfið slíka spurningu, „Hey BMW, Is the oil level okay?“ Það má líka spyrja hvernig sjálfvirku háu ljósin virki með spurningunni “How does the High Beam Assistant work?”. Þá útskýrir BIPA það. Einnig verður hægt að biðja samskiptakerfið um að finna næstu bensínstöð á leiðinni svo dæmi sé tekið.


Eykur vellíðan og árvekni

Þar sem BIPA safnar upplýsingum um venjur ökumanns getur kerfið líka gert ákveðnar stílfæringar til að auka þægindi ökumanns enn frekar, t.d. þegar hann er þreyttur. Segir hann t.d. „Hey BMW, ég er þreyttur“ breytir BIPA birtustiginu í bílnum, finnur aðra tónlist, aðlagar hitastig og sætisstöðu og fleira í því skyni að auka athygli ökumannsins við aksturinn.


Góður leiðsögumaður

Veiti ökumaður BIPA aðgang að dagbók sinni, t.d. um bókaða fundi og fleira, getur kerfið skipulagt leiðina á næsta fundarstað með því að velja hentuga leið með tilliti til umferðarþunga og fleiri atriða og síðan fundið bílastæði nálægt áfangastað. BIPA er líka afþreyingarkerfi og þess vegna má biðja BIPA að spila ákveðnar tónlistartegundir (“Play classical music please”) eða spyrja hvaða lag það sé sem verið sé að spila akkúrat núna í útvarpinu. BIPA þekkir eiginlega öll lögin!


Tekur stöðugum framförum

Kerfið fær nýjar uppfærslur um netið jafnóðum og þær eru tilbúnar hjá BMW. Á næstu árum verður því jafnvel hægt að eiga samræður við Bimma, jafnvel um megintilgang lífsins hér á jörð! Allar upplýsingar um samskiptin skráir BIPA í miðlægan gagnagrunn sem skráður er á ökumanninn og er hluti af „prófílmynd“ hans sem hægt er að færa yfir á nýjan BMW þegar ökumaður endurnýjar bílinn þannig að nýi bíllinn þekki eigandann frá byrjun og allar helstu venjur hans.


Á stærstumörkuðum til að byrja með

Grunngerð BIPA - BMW Intelligent Personal Assistant – verður fáanleg með raddstjórn á 23 tungumálum og jafn mörgum mörkuðum frá og með mars 2019, en ekki hefur verið gert ljóst hvaða lönd nákvæmlega það verða. Þó er vitað að stærstu markaðir heims fá kerfið strax í byrjun með fleiri eiginleikum en grunngerðin býr yfir. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn, Sviss, Austurríki, Brasilía, Japan og Kína.

Sjá fleiri fréttir