X

Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði
Hægist um á bílamarkaði

Hægist um á bílamarkaði

5

.

November
2018
/
BL Fréttir

Í október var 921 fólks- og sendibíll nýskráður, 26,6% færri en í sama mánuði 2017 þegar nýskráðir voru 1.255 bílar. Af heildarfjölda októbermánaðar voru 247 bílar nýskráðir frá BL. Sé litið til sölunnar fyrstu tíu mánuðina voru 18.423 fólks- og sendibílar nýskráðir, 12,8% færri en á sama tímabili síðasta árs. Af heildarfjölda nýskráðra á tímabilinu voru 5.216 frá BL sem skila fyrirtækinu 28,3% markaðshlutdeild það sem af er þessu ári, þar af 24,6% sé litið fram hjá bílakaupum bílaleiga landsins.

Markaðshlutdeild BL í október var 28,3%.


Nissan söluhæstur

Af nýskráður bílum BL í október var Nissan sá mest seldi með 68 bíla og Renault næstur með 49 bíla. Af Subaru voru 36 bílar nýskráðir og 35 Hyundai auk 30 lúxusbíla frá BMW, Mini og Jaguar Land Rover. Rafbílasalan hjá BL heldur áfram að vaxa og dafna því 66 hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar voru nýskráðir í október; 61 rafbíll og 5 tengiltvinnbílar. Nissan bar sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra umhverfismilda bíla með alls 45 nýskráningar í október, 40 Leaf og 5 e-NV200 sendibíla. Auk Nissan nýskráði BL 6 fyrstu eintökin af rafbílnum KONA sem nýlega fór á markað á helstu lykilmörkuðum Evrópu. Gríðarleg eftirspurn er eftir Kona í Evrópu og hafa tugir bíla þegar verið teknir frá fyrir viðskiptavini Hyundai í Garðabæ sem gerir ráð fyrir að kynna bílinn alveg á næstunni.

Nissan var söluhæsta einstaka merki BL í október.
Nú þegar hafa 6 KONA EL rafbílar verið nýskráðir. Bíllinn verður kynntur á næstunni.

Bílaleigur nýskrá færri bíla

Bílaleigur landsins hafa nýskráð tæpum 17% færri bíla á árinu en fyrstu tíu mánuðina 2017 þótt þær hefðu engu að síður nýskráð mun fleiri bíla í bæði september og október í ár samanborið við sömu mánuði í fyrra. Alls hafa leigurnar nýskráð 6.803 bíla það sem af er árinu samanborið við 8.177 fyrstu tíu mánuði síðasta árs.

Sjá fleiri fréttir