X

Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai
Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai

Hagnýtar upplýsingar, ökuleiðsögn og viðvaranir 
birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum Hyundai

21

.

September
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor hefur fjárfest í svissneska frumkvöðla- og hátæknifyrirtækinu WayRay AG sem gera WayRay kleift að flýta þróun sinni á tækni sem veitir alveg nýja nálgun við veitingu margvíslegra hagnýtra upplýsinga og birtingu ökuleiðsagnar. Tækni WayRay byggir á rauntímaupplýsingum úr umhverfinu sem birtist í háskerpu á fram- og hliðarrúðum bílsins ásamt því sem ökuleiðsögn WayRay er mun aðgengilegri, öruggari og þægilegri en nú tíðkast. Gert er ráð fyrir að hefja innleiðingu kerfisins hjá Hyundai snemma árs 2020.

Hagnýtar upplýsingar í háskerpu

Að mati Hyundai fer framtíðarsýn og þróunarvinna WayRay AG mjög saman við þá framtíðarsýni sem unnið að í tækniþróunarsetri Hyundai varðandi þróun á veitingu hagnýtra upplýsinga til ökumanna og farþega milli áfangastaða. „Sérfræðingar WayRay búa yfir mjög yfirgripsmikilli vélbúnaðar- og hugbúnaðaþekkingu sem hefur gert þeim kleift að birta ökumanni ýmsar upplýsandi og leiðbeinandi myndir í umhverfinu framundan. Myndirnar eru mjög skýrar og dagsbirtan dregur ekki úr gæðum myndanna. Upplýsingarnar sem tækni WayRay gerir kleift að varpa upp geta skapað alveg ný viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki,„ segir Youngcho Chi, framkvæmdastjóri nýsköpunarmála og aðstoðarforstjóri Hyundai Motor Group.

Tækni WayRay sér á báti

Ekkert annað fyrirtæki býr yfir þeirri þekkingu og færni sem sérfræðingar WayRay hafa á birtingu heilmynda af upplýsingum í háskerpu sem geta, ef því er að skipta, birst hvar sem er á fram- og hliðarrúðum þannig að fleiri en ökumaðurinn í bílnum hafi aðgang að upplýsingunum. Tækni WayRay eykur ennfremur mjög gæði í framsetningu á ökuleiðsögn ökumanna sem er til þess fallin að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. Að sögn forsvarsmanna WayRay ríkir mkil gleði með samninginn við Hyundai enda geri hann fyrirtækinu kleift að leggja aukinn þunga í vinnu við þróun tækninnar og flýta markaðssetningu hennar á bílamarkaði. „Við erum mjög stolt yfir þeirri viðurkenningu sem felst í stuðningi Hyundai við okkur sem áreiðanlegs samstarfsaðila og sem Hyundai metur að geti uppfyllt stífar gæðakröfur sínar á þessu sviði,“ segir Vitaly Ponomarev forstjóri WayRay.

Sjáðu meira

Hægt er að kynna sér tækni WayRay nánar HÉR.


Sjá fleiri fréttir