X

Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%
Hlutdeild BL í júní tæp 33%

Hlutdeild BL í júní tæp 33%

3

.

July
2018
/
BL Fréttir

Í júní voru nýskráðir 916 fólks- og sendibílar af merkjum BL sem skilaði umboðinu 32,7 prósenta markaðshlutdeild í mánuðinum. Á fyrri árshelmingi er hlutdeild BL 28,4%. Án bílaleigubíla var hlutdeild BL 27,7% í júní.

Hyundai söluhæstur

Hyundai var söluhæsta merki BL í júní þar sem 280 bílar voru nýskráðir. Næstur kom Nissan með 191 nýskráningu og síðan Renault með 165. Fjórði söluhæsti bíll BL í júní var Dacia með 129 nýja bíla á vegum landsins. Af lúxusmerkjum BL voru alls 84 nýir bílar nýskráðir frá BMW, Jaguar og Land Rover.

Hægir á nýskráningum

Á markaðnum í heild var 2.801 fólks- og sendibíll nýskráður í júní, 17 prósentum færri en í sama mánuði 2017 þegar 3.362 bílar voru nýskráðir. Nýskráningar bíla frá BL voru hins vegar aðeins þremur prósentum færri í júní en sama mánuði 2017.

Bílaleigur kaupa færri bíla

Bílaleigur landsins létu nýskrá 1.377 nýja fólks- og sendibíla í júní, 21 prósenti færri en í júní 2017 þegar nýskráðir voru 1.753 nýir bílaleigubílar. Það sem af er ári hafa bílaleigurnar nýskráð 21,7 prósenti færri nýja bíla heldur en á fyrri árshelmingi síðasta árs og munar 1.606 bílum milli ára fyrstu sex mánuðina.

 

Sjá fleiri fréttir