X

Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu
Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu

Hlutdeild BL svipuð eða meiri á samdráttarmarkaði í bílasölu

6

.

March
2019
/
BL

Heildarsala fólks- og sendibíla fyrstu tvo mánuði ársins var 40,4% minni en á sama tímabili 2018. Þar af hafa einstaklingar dregið saman kaup sín á nýjum bílum um rúman helming. Þrátt fyrir verulegan samdrátt í samanburði við metárið 2018, sem var einstakt söluár og nær ógerningur að halda í við, hefur BL aukið sína hlutdeild á markaðnum og hefur hlutdeildin í öllum tilfellum vaxið þegar litið er til markaðshópanna þriggja einstaklingar, fyrirtæki og bílaleiga. Þetta má greina af lestri upplýsinga Samgöngustofu um nýskráningar fólks- og sendibíla. Þannig hafði alls 1871 fólks- og sendibíll verið nýskráður á árinu um síðustu mánaðamót en þar af átti BL 573 bíla sem eru 30,6% hlutdeild eða 6,5% hærri hlutdeild en BL hafði fyrstu tvo mánuði ársins 2018.

Vaxandi hlutdeild BL

Þegar litið er til sölu markaðshópanna þriggja á bílamarkaði, það er einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga kemur í ljós að einstaklingar hafa dregið saman kaup á nýjum bílum um rúman helming, eða 53,5% það sem af er árinu. Samdráttur í kaupum fyrirtækja (án bílaleiga) nemur 31,4% og hjá bílaleigunum nemur samdrátturinn 21,8%. Þrátt fyrir kaupsamdrátt markaðshópanna þriggja hefur BL aukið hlutdeild sína í öllum tilvikum á árinu. Þannig höfðu einstaklingar keypt 760 fólks- og sendibíla á árinu um nýliðin mánaðamót og er markaðshlutdeild BL í sölu til þeirra 28,2% það sem af er ári, 6,7% meiri en fyrstu tvo mánuðina 2018. Á fyrirtækjamarkaði er hlutdeild BL 32,1%, 2% meiri en 2018 og á bílaleigumarkaði var hlutdeildin 32,5%, 8,1% meiri en 2018.

Samdráttur í febrúar

Samdráttur í nýskráningum fólks- og sendibíla í febrúarmánuði nam 32,8 prósentustigum samanborið við febrúar 2018, en alls voru 895 nýskráðir í febrúar en 1.332 í sama mánuði 2018. Af merkjum BL voru 228 fólks- og sendibílar BL nýskráðir og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 25,5% í mánuðinum, 1,5 prósentustigum meira en í sama mánuði 2018.

Dacia söluhæstur hjá BL í febrúar

Dacia var söluhæsta merki BL í febrúar með alls 58 nýskráningar, Nissan í öðru sæti með 50 og Renault í því þriðja með alls 37 nýskráningar. Fast á hæla fylgdi Hyundai með 35 nýskráða bíla. Dacia er sem fyrr afar sterkt merki á bílaleigumarkaði en alls nýskráðu leigur landsins 53 slíka í febrúar, og þá aðallega fjórhjóladrifna jepplinginn Duster. Á sendibílamarkaði er BL með 46% markaðshlutdeild það sem af er ári, þar af 39,4% í febrúar og var Renault söluhæstur merkja BL.

44 raf- og tengiltvinnbílar frá BL í febrúar

Alls voru 44 raf- og tengiltvinnbílar af merkjum BL nýskráðir í febrúar, 32 rafbílar og 12 tengiltvinnbílar. Söluhæstur grænna bíla var Nissan með 20 nýskráningar, aðallega Leaf. Söluhæstur tengiltvinnbíla hjá BL í febrúar var Range Rover með 7 nýskráningar.

Lúxusbílar BL

Í febrúar voru alls 36 lúxusbílar af merkjum BL nýskráðir frá BMW, Jaguar Land Rover, Mini og var markaðshlutdeild BL á lúxusbílamarkaði 48% og 42,2% það sem af er árinu. Land Rover var söluhæsta merkið með alls 21 nýskráningu, flestir Range Rover tengiltvinnbílar. Sé litið til lúxusbílamarkaðarsins án bílaleiga það sem af er ári hafa 66 slíkir bílar af merkjum BL verið nýskráðir einstaklingum og fyrirtækjum og er markaðshlutdeild BL á þeim hluta markaðarins 39,8% á árinu.

Bílaleigur bættu við sig í febrúar

Í febrúar voru 372 fólks- og sendibílar nýskráðir bílaleigum landsins, 6,9% fleiri en í febrúar 2018 þegar þeir voru 348. Engu að síður hafa bílaleigu keypt 21,8% færri bíla það sem af er árinu miðað við 2018, eða alls 643 í ár en 822 í fyrra.

Sjá fleiri fréttir