X

Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni
Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni

Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar að viðstöddu fjölmenni

20

.

March
2018
/
BL Fréttir

BL tók um liðna helgi í notkun nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir merki Jaguar Land Rover við Hestháls 6-8 í Reykjavík og var fjölmenni gesta á fyrsta formlega opnunardeginum laugardaginn 17. mars.

Tók aðeins 7 mánuði

Byggingarframkvæmdir þrjú þúsund fermetra sýningarsalar og skrifstofa framan við húsnæðið þar sem Frumherji var áður með skoðunarstöð og skrifstofur, tóku aðeins sjö mánuði að sögn Ernu Gísladóttur forstjóra en nýja byggingin var byggð eftir ítrustu kröfum Jaguar Land Rover í Bretlandi. 

Þjónusta á einum stað

Í nýja húsnæðinu verða nýir og notaðir bílar frá Jaguar Land Rover á neðri hæð og skrifstofur á þeirri efri. Þar sem Frumherji var áður er nú verið að taka í notkun nýtt þjónustuverkstæði sem einnig hefur verið aðlagað að stöðlum bílaframleiðandans. Eldra húsnæðið hýsir einnig standsetningu nýrra bíla auk miðlægs þjónustuvers sem þjónustar fyrirtækið í heild, það er öll tíu merkin sem BL hefur umboð fyrir.

Vegleg gjöf frá granna

Á opnunardeginum voru veitingar í boði auk þess sem Villi Naglbítur stjórnaði beinni útsendingu á Facebook sem hægt er að spila á FB-síðum merkjanna hjá BL. Þess má geta að lokum að fulltrúar bílaumboðsins Öskju komu færandi hendi á opnunardaginn og færðu starfsfólki Jaguar Land Rover forláta útigrill í tilefni flutninga lúxusmerkjanna í nágrennið.

Merki Jaguar Land Rover hjá BL

Í sýningarsalnum er rými fyrir hátt í 20 bíla og í sal nýrra bíla finnur þú Jaguar XE, XF, XJ, E-PACE, F-PACE og F-TYPE. Frá Land Rover eru í salnum LAND ROVER DISCOVERY SPORT, LAND ROVER DISCOVERY, RANGE ROVER EVAQUE, RANGE ROVER VELAR, RANGE ROVER SPORT og RANGE ROVER. Á næstunni er svo von á fyrsta 100% rafbíl Jaguar Land Rover; sportjeppanum JAGUAR I-PACE sem kynntur verður hjá BL á Hesthálsi í árslok 2018.

 

Sjá fleiri fréttir