X

Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.
Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.

Hröð söluaukning á raf- og tengiltvinnbílum.

27

.

March
2018
/
BL Fréttir

Á síðasta ári varð um 40% söluaukning á rafbílum og tengiltvinnbílum hjá BL sé árið borið saman við 2016. Að hluta til er ástæðan sú að á síðasta ári voru kynntir nýir raf- og tengiltvinnabílar sem ekki voru á markaðnum 2016, svo sem frá Hyundai, MINI og BMW. Við þetta bætist að eftirspurn almennings eftir rafbílum og tengiltvinnbílum var mun meiri á síðasta ári heldur en árið á undan. Þannig sést t.d. þegar rýnt er í skráningartölur Samgöngustofu að á árinu 2016 voru aðeins fjórir BMW 225XE tengiltvinnbílar nýskráðir en 48 á síðasta ári. Fleiri bíltegundir mætti nefna, en samanlagt var fjöldi nýskráðra tengiltvinnbíla af þeim tegundum sem BL er með umboð fyrir aðeins 20 í heildina 2016 en 108 á síðasta ári.

Rafvæðing í mikilli sókn

Aukningin var hins vegar mun meiri þegar nýskráningar 100% rafbíla hjá BL eru skoðaðar á árunum 2016 og 2017. Þar er um að ræða bíla frá fjórum framleiðendum; BMW, Renault, Hyundai og Nissan. Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir verulega aukningu milli ára. Þannig var alls 141 rafbíll frá þessum framleiðendum nýskráður 2016 en nærri þrjú hundruð á síðasta ári eða rúmlega 200% fleiri. Flestir voru frá Nissan, þar sem LEAF var að vonum söluhæstur með 155 bíla 2017 en 118 árið 2016. BMW i3 tók líka verulegan kipp, fór úr átta bílum 2016 í 25 á síðasta ári. Þróunin það sem af er þessu ári virðist einnig ætla að endurspegla sömu leitni og á síðasta ári því frá 1. janúar til 23. mars voru 62 raf- og tengiltvinnbílar hjá BL nýskráðir frá BMW, Hyundai, Mini, Nissan og Renault.

Einstök sigurganga Leaf

Leaf er mest seldi rafbíll heims, líka hér á landi þar sem 1200 bílar eru í umferðinni. Það eru um 44% rafbílaflota landsmanna, en á markaði 100% rafbíla er BL með rúmlega 56% hlutdeild. Leaf hefur verið einstaklega farsæll fyrir Nissan og má geta þess að um 300 þúsund bílar hafa selst síðan hann kom á markaðinn 2013. Samanlagt hefur þeim verið ekið um þrjá milljarða kílómetra og á öllum þessum tíma hafa einungis þrjár rafhlöður á alþjóðavísu bilað alvarlega. Ánægja eigenda Leaf mælist einstaklega há eða um 92% sem er einstakt hlutfall.

Sportlegri, rúmbetri og kraftmeiri

Nýr Leaf sem BL kynnir formlega 7. apríl er í senn sportlegri, rúmbetri og kraftmeiri en núverandi kynslóð sem sannarlega hefur skilað góðu dagsverki í áranna rás og engan bilbug er að finna á í umferðinni. Nýi bíllinn er bæði lengri og breiðari en núverandi bíll en að sama skapi lægri frá jörðu að hæsta punkti yfirbyggingar. Þá er hann einnig 5 mm lægri undir lægsta punkt, en breytingar eiga m.a. sinn þátt í bættri loftmótstöðu og betri aksturseiginleikum. Þá hefur hljóðeinangrun sömuleiðis verið aukin auk þess sem fjölmargar nýjungar og umbyltingar í hönuninni prýða heildaryfirbragð nýs Leaf bæði að utan og innan.

Byltingin er hafin

Nýverið var fyrsta hraðhleðslustöðin tekin í notkun á Mývatni sem markaði jafnframt þau tímamót að á sjálfum hringveginum er nú hvergi meira en 100 km í næstu hleðslustöð. Enn er þó verk að vinna á Vestfjörðum þar sem enn er enga hleðslustöð að finna. Á Ísafirði er uppsetning hleðslustöðvar á áætlun á þessu ári. BL hyggst vera áfram leiðandi söluaðili raf- og tengiltvinnbíla á landsvísu með framboði á mismunandi grænum lausnum fyrir landsmenn sem valið geti þá lausn sem hentar þeim best út frá búsetu, þroska innviða samfélagsins á hverjum stað og því hversu mikið ekið er að meðaltali á ári.

Myndin var tekin á sérstakri kynningu hjá BL við Sævarhöfða mánudagskvöldið 26. mars þangað sem hátt í 200 manns, sem staðfest höfðu kaup á nýjustu kynslóð Nissan Leaf, var boðið á til að kynna sér eiginleika nýs Leaf fyrir afhendingu. Fyrstu bílarnir hafa þegar verið afhentir eigendum.

Sjá fleiri fréttir