X

Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power
Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power

Hyundai eitt af toppmerkjunum að mati J.D. Power

29

.

June
2018
/
HYUNDAI

Í nýjustu greiningu J.D. Power í Bandaríkjunum (J.D. Power’s 2018 U.S. Initial Quality Study), sem byggir á svörum í spurningakönnun sem bíleigendur taka þátt í, er Hyundai næstmesta gæðamerkið á markaðnum í flokki fólksbíla sem ekki teljast til lúxusbíla vegna mikils áreiðanleika og þar með lágrar bilanatíðni.

Tucson bestur í sínum flokki

Í könnuninni í ár tók Hyundai mesta stökkið upp á við hvað varðar fækkun bilana, þar sem tilvikum á hverja 100 bíla fækkaði um fjórtán frá 2017. Þá skoraði Hyundai Tucson hæst í gæðum í flokki minni sportjeppa og var Tucson janframt fjórði besti bíll allra bíltegunda sé litið til stigameðaltals úr öllum átta flokkum könnunarinnar.

Santa Fe í 2. sæti í sínum flokki

Þá kom Santa Fe næst best út í flokki sportjepa í næsta stærðarflokki fyrir ofan. Að síðustu kemur fram að dómnefnd J. D. Power veitti bílaverksmiðju Hyundai í Ulsan í Suður-Kóreu bronsverðlaun fyrir ein mestu framleiðslugæðin í atvinnugreininni í Asíu. Í Ulsan fer framleiðsla Tucson fram.

Gengið að gæðunum vísum

„Viðskiptavinir okkar vita að þeir ganga að gæðunum vísum þegar þeir velja nýjan Hyundai enda staðfesta kannanir undanfarinna ára að bílar Hyundai búa yfir einum mestu langtímagæðunum í öllum bílaiðnaðinum,“ sagði Omar Rivera, framkvæmdastjóri gæða- og þjónustu Hyundai í Bandaríkjunum, þegar greint var frá niðurstöðunum.

Eftirsóttar kannanir

J.D. Power er eitt virtasta greiningarfyrirtæki heims þegar kemur að könnunun á gæðum nýrra bíla. Í þeim eru kaupendur nýrra bíla spurðir um reynsluna af nýja bílnum fyrstu 90 dagana frá ap þeir fengu bílinn. Í ár bárust svör frá 75.712 bílkaupendum og bílleigjendum í Bandaríkjunum. Könnunin innifól 233 spurningar sem dreifðust á átta flokka. Svör við könnunum J.D. Power eru mjög eftirsóttar og verðmætar fyrir bílaframleiðendur enda nýtast svörin af vel í þróun framleiðslugæða.

 

Sjá fleiri fréttir