X

Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design
Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design

Hyundai fær fleiri hönnunarverðlaun Red Dot Design

27

.

March
2019
/
HYUNDAI

Bíladómnefnd alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Red Dot Design veitti nýlega Hyundai hæstu einkunn fyrir hönnun á nýja sjö manna lúxusjepplingnum Palisade sem Hyundai þróaði og kynnti á síðasta ári fyrir markaði Norður-Ameríku. Bíllinn er sá stærsti í sínum flokki sem Hyundai býður um þessar mundir og er örlítið lengri, hærri og breiðari en rúmgóði jepplingurinn Santa Fe, flaggskip Hyundai í sínum flokki á Evrópumarkaði.

Árleg verðlaun Red Dot frá 2014

Þetta er sjötta árið í röð sem Red Dot heiðrar Hyundai fyrir hönnun sína og árangur fyrirtækisins sem einkennist af stöðugri nýsköpun og fjárfestingum á hönnunarsviði og verkfræði. Árið 2014 hlaut smábíllinn i10 og lúxusbíllinn Genesis hæstu einkunn hvor í sínum flokki. 2015 var það i20 fyrir fjölskylduvæna hönnun, 2016 Ioniq hybrid fyrir nýstárlega hönnun tvinnbíls sem bryti hefðina á markaðnum. Árið 2017 var i30 heiðraður sérstaklega og í byrjun síðasta árs voru rafknúni vetnisbíllinn Nexo og bensínknúni borgarjepplingurinn Kona verðlaunaðir af dómnefnd Red Dot. Kona er bæði boðin með bensínvél og sem hreinn rafbíll og eru báðar útgáfur bílsins í boði hjá Hyundai í Garðabæ. Þá var Nexo nýlega kynntur til sögunnar í Garðabænum og fengið framúrskarandi dóma blaðamanna eins og Kona EV.

Heiður fyrir Hyundai

Hönnunarverðlaun Red Dot Awards eru mikill heiður fyrir hönnunar- og tækniteymi Hyundai sem rakað hafa til sín margvíslegum verðlaunum á undanförnum árum fyrir fallegan stíl, mikil gæði og framúrskarandi tækni og frammistöðu bílanna. Góður árangur Hyundai í alþjóðlegum bílaiðnaði er rökrétt afleiðing markmiða fyrirtækisins um að verða helsti bílaframleiðandinn á Evrópumarkaði innan fárra ára. Þau markmið eru knúin áfram af góðu starfsfólki og sérfræðingum á sviði hönnunar, tækniþróunar og framleiðslugæða sem undir merki Hyundai bjóða almenningi bíla af miklum gæðum fyrir sanngjarnt verð.

Red Dot Design Awards

Í dómnefndum Red Dot Design Awards situr fjöldi hönnunarsérfræðinga, háskólaprófessora og blaðamanns frá fjölda landa sem hafa það hlutverk að meta margvíslega hönnun og gæði þúsunda framleiðsluvara í ýmsum flokkum og atvinnugreinum. Grunnþema dómnefnda Red Dot óháð vöruflokkum er stöðug leit af einstakri hönnun og nýsköpun og er Red Dot Award umfangsmesta alþjóðlega samkeppnin í vöruhönnun sem starfrækt er í heiminum í dag. Í dómnefnd bíla og mótorhjóla Red Dot sitja um tuttugu manns. Verðlaun Red Dot Design hafa allt frá 1954 verið afhent í hönnunarmiðstöðinni og safninu Design Zentrum Nordrhein í Westfalen í Þýskalandi.

Sjá fleiri fréttir