X

Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu
Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu

Hyundai fagnar ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu

10

.

August
2018
/
HYUNDAI

Allt þar til nýlega var konum í Saudi Arabíu óheimilt að taka bílpróf. Nú hefur banninu verið aflétt og þeim áfanga fagnar Hyundai með saudiarabískum konum og býður þær velkomnar undir stýri, m.a. með ‘#WhatsNext’ á Tvitter.

Mikil viðbrögð

Til að hvetja konur til að nýta sér nýfengin réttindi sín lét Hyundai gera stuttmynd og birta í kvikmyndahúsum í Riyadh þar sem kvikmyndin Ant-man and the Wasp er sýnd, en þar bregður m.a. fyrir bifreiðunum Kona, Santa Fe og Veloster frá Hyundai. Einnig hefur stuttmyndin verið birt á samfélagsmiðlum og fékk hún strax eina og hálfa milljón áhorfa á Facebook á örskömmum tíma.

Frekari félagslegar breytingar framundan

Með ökuréttindum kvenna í Saudi Arabíu eru fyrirsjáanlegar miklar félagslegar breytingar í landinu sem konur fagna mjög að sögn frumkvöðulsins Bayan Linjawi sem starfar nú sem „sendiherra“ Hyundai í landinu. „Ég horfi björtum augum til vaxandi fjölda kvenna undir stýri í umferðinni og sömuleiðis vaxandi áhrifa þeirra á þróun samfélagsins hér,“ segir Linjawi.

Hyundai með kynningar og fræðslu fyrir konur

Hyundai hefur sett upp sérstaka stafræna sýningarsali í Riyadh ætluðum konum þar sem bílar fyrirtækisins og mismunandi eiginleikar þeirra eru kynntir ítarlega og er ætlunin að opna aðra sambærilega sali í öðrum borgum. Einnig hefur fyrirtækið opnað sérstaka sýningarsali fyrir konur sem konur í starfsliði Hyundai sinna eingöngu. Þá hefur rynsluakstursbílum sölustaðanna verið fjölgað verulega til að mæta eftirspurn kvenna til að prófa nýjan Hyundai auk þess sem hægt er að hlaða niður appi í síma til að finna næsta lausa reynsluakstursbílinn. Þá stendur Hyundai enn fremur fyrir sérstökum ökunámskeiðum fyrir konur í landinu.

 

Sjá fleiri fréttir