X

Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild
Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild

Hyundai i20 besti minni fólksbíllinn að mati Auto Bild

21

.

November
2018
/
HYUNDAI

Að mati þýska bílatímaritsins Auto Bild er Hyundai i20 besti bíllinn í flokki minni fólksbíla samkvæmt þbí sem fram kemur í árlegri skýrslu tímaritsins, Auto Bild’s TÜV Report 2019. Ástæðan er einstaklega lágt hlutfall alvarlegra bilana í prófunum bílasérfræðinga Auto Bild, eða einungis 3%.

Mikilvægur mælikvarði í vali bílkaupenda

Niðurstöðurnar byggja á 8,8 milljónum athugana sem framkvæmdar voru á tímabilinu frá 1. júlí 2017 til 31. júlí í ár. Að mati tímaritsins eru niðurstöðurnar mikilvægur mælikvarði fyrir kaupendur nýrra og notaðra bíla því þær vitna um þær miklu kröfur sem Hyundai geri til gæða og áreiðanleika framleiðslunnar. Um leið er áreiðanleiki i20 sterk vísbending um hagkvæman rekstrarkostnað og lág útgjöld til viðgerða vegna þess hve bilarnir eru fátíðar. Í prófunum Auto Bild eru bílar flokkaðir eftir verðflokki, aldri (tveggja til ellefu ára), stærðar- og gerðarflokki, svo sem hvort um er að ræða smábíla, sportbíla, sendibíla, jepplinga eða lúxusbíla, auk þess sem þeir eru flokkaðir eftir orkugjöfum. Besti bíllinn í hverjum aldursflokki er sá sem bilar sjaldnast alvarlega og þeir bílar sem hafa lægsta gallahlutfallið eru flokkaðir sem þeir tíu bestu í heildarmatinu. Í flokki minni fólksbíla á þýska markaðnum er Hyundai i20 áreiðanlegasti bíllinn að mati Auto Bild.

Kynntu þér nánar i20

Hyundai á Íslandi kynnti sl. sumar uppfærða útgáfu i20 með fjölmörgum nýjungum eins og hægt er að kynna sér nánar hér.


Sjá fleiri fréttir