X

Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition
Hyundai Kona Iron Man Edition

Hyundai Kona Iron Man Edition

26

.

July
2018
/
HYUNDAI

Hyundai hefur kynnt sérstaka útgáfu af borgarsportjeppanum Kona sem kallast Iron Man Edition í anda kvikmyndarinnar þar sem skerpt eru á ýmsu í ytra útliti og hönnun farþegarýmisins sem minnir á hetjuna frægu sem bjargaði heiminum. Verkefnið er í samstarfi við Marvel Entertainment, dótturfyrirtæki Walt Disney og verður bíllinn framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi fyrir þá sem leggja inn pöntun hjá umboðsaðila. 

KonaIronManEdition.com

Framleiðsla sérútgáfunnar hefst í desember og verða fyrstu eintökin afhent í febrúar eða mars 2019. Eintökin eru boðin á alþjóðamarkaði eins og hægt er að kynna sér á vefsíðunni KonaIronManEdition.com. Hyundai hefur um árabil átt farsælt samstarf við Marvel Entertainment, þar sem nýir bílar frá fyrirtækinu hafa fengið ýmis gervi í kvikmyndum Marvel. Nýi borgarsportjeppinn Kona hentar sérstaklega vel til þess að draga fram einkenni Iron Man enda nú þegar margt í útliti hans sem minnir á hetju myndarinnar. Auk þess hafa fáir bílar fengið hafa jafn glæsilegar móttökur meðal yngri bílkaupenda og Kona og er þess vænst að sérútgáfan höfði ekki síst til kvikmyndaaðdáenda Tony Strak sem Iron Man sem Robert Downey Jr. lék svo eftirminnilega.

Kona sker sig úr fjöldanum

„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfsverkefni með Marvel og teljum að Kona henti fullkomlega í hlutverkið. Þegar við sáum borgarsportjeppann Kona upphaflega á frumsýningu bílsins fór ekki á milli mála að hér var á ferð mjög sérstakur bíll sem sker sig úr fjöldanum. Það sem meira er, ýmislegt í sérkennum hans og útlínum minnir nú þegar á útlit Iron Man og þau sérkenni verða dregin enn betur fram í sérútgáfu bílsins. Við erum ekki í vafa um að bíllinn muni hitta beint í mark hjá hörðustu aðdáendum kvikmyndanna um Iron Man og Tony Strak,“ segir Dean Evans, framkvæmdastjóri markaðssviðs Hyundai Motor America.

Draumur verður að veruleika

„Að upplifa drauminn verða að veruleika er einstakt fyrir okkur aðdáendurna,“ segir Mindy Hamilton, sem fer fyrir alþjóðasamstarfi og markaðsmálum hjá Marvel. „Þegar þú hefur alist upp við að lesa eða horfa á vel gerð og spennandi ævintýri gerist það gjarnan að maður óskar þess að ýmislegt sem þar bregður fyrir verði að veruleika. Við vonum að margir aðdáendur Tony Stark í gervi Iron Man muni njóta þess að aka Hyundai Kona Iron Man Edition og þeir myndu gera fengju þeir tækifæri til að „klæðast“ Iron Man.

Ant Man & The Wasp

Kona Iron Man Edition er nýjasta afurð samstarfs Marvel og Hyundai. Fyrr í sumar birtist nýr Hyundai Velostar Turbo í sérstöku gervi í nýjustu ævintýramynd Marvel; Ant Man & The Wasp, sem markaðssett var í samstarfi fyrirtækjanna.

Kynntu þér málið nánar

Á sérsíðu á vef Hyundai er hægt að kynna sér Kona Iron Man Edition nánar. Smelltu HÉR.

 

Sjá fleiri fréttir