X

Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018
Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018

Hyundai Kona og i30 Fastback handhafar iF Design Award 2018

22

.

February
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor heldur áfram að safna hinum virtu hönnunarverðlaunum iF Design því tilkynnt hefur verið að í ár hljóti tveir nýir bílar framleiðandans viðurkenningu, borgarsportjeppinn Kona, sem Hyundai í Garðabæ kynnti nýlega, og fólksbíllinn i30 Fastback. IF Design veitir árlega verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun vara sem tilheyra fjölda mismunandi iðngreinum og tilheyra verðlaun Hyundai framleiðsluvörum í bílaiðnaði. Áður hafa i20, Tucson og öll i30 línan hlotið verðlaun iF design.

Hannaðir í samræmi við þarfir viðskiptavina

Verðlaunin verða afhent á árlegri verðlaunahátíð næstkomandi föstudag, 9. mars, en þegar tilkynnt var um niðurstöðuna um miðjan febrúar sagði Thomas Bürkle, yfirhönnuður hjá Hyundai Design Centre í Evrópu að verðlaunin væru staðfesting leiðandi aðila í iðnaði og viðurkenning á þeirri skuldbindingu sem Hyundai hefur sett sér um einstaka nálgun í hönnun fólksbíla í samræmi við þarfir og langanir evrópskra viðskiptavina. Hinn nýi i30 Fastback er raunverulegur „tískuviti“ (trendsetter) um þessar mundir sem sameinar í senn fágaða og tilfinningaríka hönnun með mjúkum og ávölum línum á meðan Kona endurspeglar nýja, ágenga og ögrandi hönnun í flokki borgarsportjeppa.

Leiðandi í veitingu hönnunarverðlauna

Verðlaun iF Design eru leiðandi og eftirsótt hönnunarverðlaun í fjölda mismunandi iðngreina sem veitt hafa verið frá árinu 1953. Þeir framleiðendur fá verðlaunin sem þykja skara fram úr í sinni grein eins og sjá má á heimasíðunni ifdesign.de en á vegum fyrirtækisins iF International Forum Design GmbH í Þýskalandi starfa margar dómnefndir við mat á mismunandi hönnun framleiðenda um allan heim.

Fleiri bílar Hyundai hlotið verðlaunin

Árið 2015 hlaut Hyundai i20 verðlaun If Desing og ári síðar féllu þau í skaut Hyundai Tucson. Á síðasta ári féllu allar þáverandi gerðir i30-línunnar verðlaunin sameiginlega, en allar framleiðsluvörur undirgangast margvíslegar prófanir og grandskoðun dómnefndar áður en ákveðið er endanlega hver fái verðlaunin hverju sinni.

 

Sjá fleiri fréttir