X

Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design
Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design

Hyundai KONA og NEXO handhafar Red Dot Design

10

.

April
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor var nýlega verðlaunað hjá Red Dot Design fyrr framúrskarandi hönnun á borgarsportjeppanum KONA og rafknúna vetnisbílnum NEXO. Kona er nú þegar í boði hjá Hyundai í Garðabæ og von er á Nexo síðar á þessu ári. Þetta er fimmta árið í röð sem dómnefnd 59 landa veitir Hyundai Motor verðlaun fyrir fallega, vandaða og hagnýta hönnun og tæknibúnað nýjustu fólksbíla sinna. Alls hafa Hyundai hlotnast tíu verðlaunagripir frá Red Dot Design undanfarin ár. Á meðal þeirra eru i10, i20, i30, allar gerðir IONIQ, Sonata og Genesis. 

KONA

Kona er nýr bensínbíll og sérlega skemmtileg viðbót í jepplingalínu Hyundai sem er einnig hægt að velja í rafbílaútfærslu. Nú er hægt að velja um nokkrar búnaðarútfærslur Kona hjá Hyundai í Garðabæ auk þess sem gert er ráð fyrir að kynna rafknúna útgáfu bílsins fyrir árslok. Þess má geta að Kona hlaut fyrr á árinu hin virtu hönnunarverðlaun IF Design eins og hægt er að lesa um HÉR

NEXO

Nexo er önnun kynslóð rafknúins vetnisbíls frá Hyundai. Forveri Nexo er jepplingurinn iX35, en Nexo þykir marka alger kaflaskil á sínu sviði og endurspegla þá miklu tækniþróun sem á sér stað hjá fyrirtækinu í átt til umhverfismildari ökutækja og má segja að Nexo sé flaggskipið á tækniþróunarsviðinu sem vísi veginn til framtíðar. Nexo er fjórhjóladrifinn sportjeppi sem m.a. er búinn mjög þróaðri og öruggri sjálfstýringu eins og sannaðist þegar hann ók fyrr á árinu án afskipta ökumanns um 200 km leið til Pyeongchang í Suður-Kóeru, m.a. um jarðgöng og hringtorg án þess að nokkur vandamál kæmu upp á. Sjá nánar HÉR.

HÖNNUN

Hönnun og gæði hafa mikil áhrif á ákvarðanir fólks þegar kemur að vali á nýjum bíl. Stöðug söluaukning á nýjum bílum frá Hyundai eru til marks um sívaxandi vinsældir þeirra meðal almennings enda skora þeir mjög hátt þegar kemur að gæðum, áreiðanleika og endursöluverði.

Red Dot Design Awards

Í dómnefnd Red Dot Design Awards sitja hönnunarsérfræðingar, háskólaprófessorar og blaðamann frá fjölda landa sem hafa það hlutverk að meta margvíslega hönnun og gæði þúsunda framleiðsluvara í ýmsum flokkum og atvinnugreinum. Red Dot Award er umfangsmesta alþjóðlega samkeppnin í vöruhönnun sem starfrækt er í heiminum í dag.

Sjá fleiri fréttir