X

Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn
Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn

Hyundai Kona fyrsti rafdrifni borgarsportjeppinn

16

.

November
2018
/
HYUNDAI

Hyundai á Íslandi kynnti laugardaginn 17. nóvember rafknúna borgarsportjeppann Kona, sem er fyrsti jepplingurinn á Evrópumarkaði sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu. Kona Electric er með 204 hestafla rafmótor við 64 kWh rafhlöðu sem dregur allt að 449 km samkvæmt mælistaðlinum WLTP og er hægt að hlaða rafhlöðuna í 80% á innan við klukkustund. Hægt er velja milli þriggja akstursstillinga; Eco, Comfort og Sport og breytist viðmót mælaborðsins eftir því hvaða stilling er valin. Hámarkshraði rafbílsins er 167 km/klst og hröðunin aðeins 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst enda er krafturinn í bílnum eitt það fyrsta sem fólk nefnir að loknum bíltúr og áberandi í umfjöllunum blaðamanna sem prófað hafa bílinn.

Snjöll tækni

Kona Electric er búinn öllum helstu tæknilausnum Hyundai, bæði hvað varðar öryggisbúnað og snjalltækni afþreyingar. Sem dæmi má nefna lyklalaust aðgengi og speglun akstursupplýsinga á framrúðuna framan við ökumann, skynvædda hraðastillingu sem heldur öruggu bili frá næsta bíl á undan, sjálfvirka skiptingu milli háa og lága ljósgeislans við mætingu bíla, akreinavara, blindhornsviðvörun, árekstarvara, bakkmyndavél, þráðlausa símahleðslu, USB og AUX auk mjög góðra hljómtækja frá Krell sem tengd eru Apple Car Play og Android Auto2. Þá er Kona Electric ennfremur búinn notendavænum 8“ snertiskjá með leiðsögukerfi og með raddskipun á ensku er hægt að biðja afþreyingakerfið um að hringja í þau númer sem vistuð eru í símanum.

Fjölbreytt val

Rafdrifin útgáfa Kona er í samræmi við mikinn metnað Hyundai á umhverfissviði sem endurspeglast ekki síst í þeirri stefnu að bjóða mismunandi græna orkugjafa. Þannig var Hyundai fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða sama bílinn með vali um þrjá orkugjafa, en það var IONIQ sem hægt er að fá sem tvinnbíl, tengiltvinnbíl eða 100% rafbíl allt eftir því hvað hentar hverjum og einum viðskiptavini eða markaðssvæði. Nú er hægt að fá Kona hvort heldur sem er með bensínvél eða rafmótor. Á næstunni kynnir Hyundai svo jepplinginn Nexo sem er önnur kynslóð rafknúins vetnisbíls, en nú þegar eru nokkrir bílar af fyrstu kynslóð bílsins, ix35, í notkun hér á landi.

Verð fyrir Kona

Hyundai Kona kemur á 17“ álfelgum og er búinn ríkulegum staðalbúnaði eins og hægt er að kynna sér á bl.is. Grunnverð fyrir Kona með 64kWf rafhlöðu kostar kr. 5.190.000.

Sjá fleiri fréttir