X

Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award
Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award

Hyundai merki ársins að mati Red Dot Design Award

16

.

October
2018
/
HYUNDAI

Hyundai Motor er farsælasta „merki ársins 2018“ (Brand of the Year 2018) að mati yfirdómnefndar Red Dot Design Award sem tilkynnt hefur fyrirtækinu um aðalverðlaunin í ár sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Berlín þann 26. október. Þetta eru ein fjölmargra verðlauna sem Hyundai hafa hlotnast frá Red Dod í gegnum tíðina fyrir skapandi, spennandi og frumlega hönnun. Þeirra á meðal eru hönnunarverðlaun Red Dot fyrir i-fólksbílalínuna þar sem allar gerðir hafa hlotið verðlaun Red Dot, IONIQ-þrenninguna, borgarsportjeppann Kona, sem nú er einnig að koma sem 100% rafbíll og loks nýja rafknúna vetnisbílinn Nexo sem margir bíða eftir í ofvæni að komi á markað.

Umfangsmesta alþjóðlega samkeppnin

Red Dot veitir árlega mikinn fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi hönnun ólíkra framleiðsluvara, en árlega leggja dómnefndir Red Dot mat á um fimm þúsund vörur frá um það bil tvö þúsund framleiðendum áður en í ljós kemur hvaða aðilar standa upp úr í hverjum flokki. Red Dot er í dag umfangsmesta alþjóðlega samkeppni heims á sviði vöruhönnunar.

Fjölbreytt samstarf

Aðalverðlaun Red Dot sem Hyundai hlotnast í ár eru ekki síst til komin vegna farsællar hönnunarstefnu fyrirtækisins, vel úthugsaðra og útfærðra tæknilausna, mikilla gæðakrafna í framleiðslu og loks framúrskarandi mannauðs á sviði vörustjórnunar fyrir merkið sem gert hefur fjölda samstarfssamninga við ólík fyrirtæki sem skara fram úr hvert á sínu sviði. Samstarfið gerir Hyundai kleift að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi gæðabíla sem búnir eru fyrsta flokks búnaði, hvort sem er á sviði öryggis eða afþreyingar.

Á farsælu flugi

Dr. Peter Zec, prófessor, stofnandi og framkvæmdastjóri Red Dot Design Award, segir að Hyundai takist ítrekað að kynna viðskiptavinum sínum frumlegar og skapandi lausnir og því sé áhugavert að fylgjast með mikilli velgengni fyrirtækisins á mjög mettuðum markaði þar sem erfitt sé að skara fram úr.

Heillandi sköpun

Þess má geta að í ágúst sló Hyundai met hvað varðar móttöku verðlauna frá Red Dot þegar fyrirtækið fékk nokkur Red Dot-verðlaun og „Red Dot: Best of the Best“ verðlaun vegna mismunandi verkefna og tæknilausna. Þeirra á meðal eru „Solati Moving Hotel“, „Hyundai Pavilion“ í Pyeongchang, „Genesis Gangnam“, „Genesis Sound Design“, „Pioneer Film and Safety Hologram“, „Retail Design“, „Sound Design“, „Spatial Communication“, „Film & Animation“ og „Interface & User Experience Design“. Það er því óhætt að segja að Hyundai sé á miklu og fallegu flugi um þessar mundir sem spennandi er að fylgjast með.

Kona EV á leið til BL

Nýlega kynnti Hyundai á Íslandi uppfærða útgáfu af sportjeppanum Tucson sem er einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki í Evrópu og víðar. Á næstunni verður kynnt 100% rafknúin útgáfa af borgarsportjepplingnum KONA og fljótlega í kjölfarið NEXO, sem er önnur kynslóð Hyundai á 100% rafknúnum vetnisbíl. Hér að neðan er nýlegt myndband frá reynsluakstri erlends blaðamanns á KONA EV og er óhætt að segja að ökumaðurinn sé hrifinn af bílnum.


Sjá fleiri fréttir