X

Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf
Hyundai Motor í Genf

Hyundai Motor í Genf

5

.

March
2018
/
HYUNDAI

Á alþjóðlegu bílasýningunni sem hefst í Genf á morgun, þriðjudag, kynnir Hyunda Motor Kona í rafdrifinni útfærslu, fyrsta 100% rafdrifna jepplinginn á Evrópumarkaði. Einnig kemur ný og gjöbreytt fjórða kynslóð Santa Fe fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn auk nýs hugmyndabíls sem varpar ljósi á nýja hönnunarstefnu Hyundai og þá sýn sem fyrirtækið hefur á samgöngumáta almennings í framtíðinni. Loks verður nýi rafdrifni vetnisbíllinn Nexo kynntur formlega. Bæði Santa Fe og Nexo eru búnir þróuðu ökuaðstoðarkerfi, ekki síst sá síðarnefndi sem þegar hefur sýnt að hann er fullfær um að sjá alfarið um aksturinn til hvaða áfangastaðar sem er.

Brautryðjendastarf Hyundai

Þema Hyundai á bílasýningunni í ár endurspeglar vel brautryðjendastarf fyrirtækisins á sviði þróunar og framleiðslu fólksbíla sem nota græna orkugjafa. Á því sviði býður fyrirtækið mismunandi lausnir í samræmi við val og þarfir kaupenda á mismunandi og ólíkum mörkuðum. Þannig geta kaupedur nú þegar valið bíla í 100% rafdrifinni úrfærslu, tvinnbíla og tengiltvinnbíla með rafmótor og bensín- eða dísilvél auk þess sem nú er önnur kynslóð nýs rafdrifins vetnisbíls á leið á markað um allan heim, þar á meðal til Hyundai í Garðabæ.

IoT cockpit

Hyundai Motor verður einnig með raddstýrða stjórnklefann IoT cockpit til sýnis í Genf sem er búinn tækni sem Hyundai hyggst kynna á markaðnum á næsta ári. Þá verða Hyundai i10, i20, i30 og Tucson ennfremur kynntar í sérútgáfum (Special Edition) undir heitinu GO í tengslum við heimsmeiraramótið í fótbolta í Rússlandi í sumar, þar sem Hyundai er sem fyrr einn helsti bakhjarlinn.

Auto Bild

Þess má geta að í þýska bílablaðinu Auto Bild sem kom út sl. föstudag er lofsamlegum orðum farið um rafdrifnu útgáfu Kona í opnugrein í blaðinu. Annars staðar er fjallað um nýjan Santa Fe auk þess sem í annarri opnu er fjallað um reynsluakstur á rafknúna vetnisbílnum Nexo þar sem bíllinn fær fjóra og hálfa stjörnu af 5 mögulegum.

Þess vegna er Hyundai mitt merki núna

Í ritstjórnargrein blaðsins segir meðal annars undir fyrirsögninni „Why Hyundai is my brand of the hour“: „Hjá Auto Bild höfum við þá reglu að dæma einungis þá nýja bíla sem við höfum profað. Þannig að ég veit ekki sjálfur hvort Kona Electric (sjá blaðsíðu 14) stendur undir því sem lofað er. Ég veit hins vegar að enginn af helstu bílaframleiðendum heims stendur Hyundai á sporði þegar kemur að grænum bílum. IONIQ sannfærði okkur sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og sem hreinn rafbíll. NEXO fleytir þróun vetnistækninni áfram (síða 32). Á sama tíma og Tesla gengur í gegnum martröð í framleiðslu á Model 3 og þýskir framleiðendur framleiða bara yfirlýsingar, að þá er Hyundai að gera hlutina að veruleika. Með fullþróuðum grænum bílum.“ 

Einn helsti leiðtoginn

Í svissneska morgunblaðinu „20 Minutes“ var svo núna í morgun stutt umfjöllun um rafknúna borgarsportjeppann Kona þar sem sagði m.a. í stuttri umfjöllun: „Þetta er fyrsti 100% rafknúni jepplingurinn í Evrópu sem ásamt IONIQ og splunkunýja vetnisbílnum NEXO gera Hyundai að einum af helstu leiðtogunum í fjöldaframleiðslu grænna bíla.“

Horfðu á í beinni

Hyundai Motor verður með beina útsendingu frá blaðamannafundi sínum í Genf á morgun, þriðjudaginn 6. mars. Streymið hefst kl. 9:15 að íslenskum tíma.

Smelltu HÉR til að fylgjast með fundinum.

Sjá fleiri fréttir