X

Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP
Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP

Hyundai NEXO er sérlega öruggur bíll að mati Euro NCAP

13

.

December
2018
/
HYUNDAI

Að mati evrópsku öryggisstofnunarinnar Euro NCAP er hinn rafknúni fimm manna vetnisjepplingur, Hyundai Nexo, einn öruggasti bíllinn í sínum flokki. Nexo fékk nýlega fullt hús stiga, 5 stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggi hjá prófunaraðilum Euro NCAP sem segja hann bestan í sínum flokki (Best in Class 2018 in the Large Off-Road category). Formleg kynning verður á Nexo hjá Hyundai á Íslandi í janúar.

Vel búinn hátækni

Hjá Euro NCAP voru 23 nýir fólksbílar árekstra- og öryggisprófaðir á árinu og hefur stofnunin nú birt árlega skýrslu sína um öruggi bílanna. Í skýrslunni segir m.a. að Hyundai Nexo sé bestur í sínum flokki miðað við sambærilega bíla annarra helstu framleiðenda og gefur stofnunin Nexo 5 stjörnur. (Sjá nánar HÉR) Nexo er jafnframt fyrsti rafknúni vetnisbíllinn til að hljóta hæstu alhliða öryggiseinkunnina hjá Euro NCAP. Árekstrarvörn Nexo er meðal búnaðar sem fékk hæstu einkunn ásamt búnaði sem ber kennsl á gangandi vegfarendur framan og til hliðar við bílinn. Hvort tveggja eru aðgerðir sem innifaldar eru í öryggiskerfinu SmartSense sem Hyundai þróaði og getur innifalið fjölmargar aðrar öryggis- og forvarnaraðgerðir, svo sem bremsuaðstoð, akreinavara, aksturaðstoð, stæðisaðstoðar sem leggur bílnum án þess að ökumaður þurfi að sitja í bílnum á meðan og fleira. Fullnægjandi búnaðarlisti Nexo verður birtur á vef BL í aðdraganda formlegrar kynningar og sýningar á bílnum á nýju ári hjá Hyundai á Íslandi.

Nexo kemst um 666 km á tankinum

Í samanburði við afl og getu annarra vetnisknúinna rafbíla á markaðnum skákar enn enginn Nexo. Rafmótor bílsins er 120 kW og 163 hestöfl og togar mótorinn allt að 395 Nm. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 9,2 sekúndur og 7,4 sek. frá 80 km hraða í 100. Hámarkshraði er 179 km/klst. Eldsneytisrými Nexo fyrir vetni er 156,6 lítrar (6,3 kg) og dregur bíllinn allt að 666 km á tankinum samkvæmt mælistaðli WLTP sem er sérstaklega góð eldsneytisnýting. Eins og með alla bíla óháð orkugjafa fer nýting eldsneytisins eftir ökulagi, veðuraðstæðum og fleiri þáttum.

Umhverfismildi Nexo

Við hönnun og efnisnotkun í Nexo var lögð rík áhersla á notkun umhverfisvænna og endurnýjanlegra efna. Að auki felur véltækni Nexo í sér verulegar framfarir á umhverfissviði vegna hreinleika vetnis sem orkugjafa og ekki síður vegna þess að í akstri hreinsar Nexo loftgæðin í kringum sig og tandurhreint vatn er það eina sem bíllinn skilar af sér um púströrið.

Kjörinn fyrir Ísland

Þar sem Nexo þolir „kaldstart“ í allt að -30°C er ljóst að þessi nýi, rúmgóði vetnisknúni rafbíll hentar ákaflega vel íslenskum veðuraðstæðum enda er mikil eftirvænting eftir komu hans til landsins. Skeljungur undirbýr nú uppsetningu vetnisstöðva á helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni auk þeirra sem þegar hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðandi á sínu sviði

Nexo er önnur kynslóð rafknúins vetnisbíls á almennum markaði. Hyundai hefur rannsakað tæknina frá árinu 1998 og hefur verið leiðandi aðili á þessu sviði allar götur síðan. Árið 2013 setti Hyundai rafknúna vetnisbílinn iX35 á almennan markað og eru um 500 slíkir bílar í notkun í Evrópu, þar á meðal nokkrir hér á landi.

Sjá fleiri fréttir