X

Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA
Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA

Hyundai Santa fe, Kona og Nexo handhafar silfurverðlauna IDEA

24

.

September
2018
/
HYUNDAI

Sú mikla stefnubreyting sem Hyundai tók í hönnunarmálum og birtst hefur í fólksbílalínu fyrirtækisins undanfarin ár nýtur æ fleiri viðurkenninga á alþjóðavettvangi, nú síðast hjá dómnefnd IDEA (International Design Excellence Awards) sem tímaritin BusinessWeek og Fast Company standa að ásamt Samtökum iðnhönnuða í Bandaríkjunum (Industrial Designers Society of America - IDSA) sem veittu sportjeppunum Santa Fe og Kona og loks rafknúna vetnisbílnum Nexo silfurverðlaun samtakanna 2018.

Margverðlaunaðir

Ásamt iF Design Award og Red Dot Design Award þykja verðlaun IDSA þau eftirsóttustu í Bandaríkjunum. IDEA veitir verðlaun í tuttugu mismunandi flokkum, þar á meðal í flokki bifreiða og flutninga, neytendatækni og þjónustuhönnun. Verðlaunin byggjast á stöðlum, svo sem á sviði nýsköpunar, reynslu notenda og samfélagsábyrgðar framleiðenda.

Vinsælir um alla Evrópu

Fjórða kynslóð Santa Fe kom á markað í febrúar í breyttu útliti og hefur þessi rúmgóði fjórhjóladrifni sportjeppi aldrei verið eins vel búinn tæknilega og nú, bæði er varðar öryggi, þægindi og afþreyingu. Borgarsportjeppinn Kona er ný viðbót í jepplingaflóru Hyundai sem fengið hefur gríðargóðar undirtektir meðal almennings enda unnið á árinu til allra þriggja verðlaunanna sem nefnd voru hér að ofan. Önnur kynslóð rafknúins vetnisbíls, Nexo, sem nýkominn er á markað á lykilmörkuðum Evrópu, hefur einnig þegar hlotið verðlaun auk IDEA -verðlaunanna því fyrr á árinu hlaut hann verðlaun Red Dot Design Award fyrir fallega og framúrstefnulega hönnun sína. Von er á Nexo fyrir árslok til Hyunadi á Íslandi.

Sjá fleiri fréttir