X

Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar
Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar

Jaguar FUTURE-TYPE horfir til framtíðar

12

.

September
2017
/
JAGUAR

Jaguar hefur kynnt hugmyndir sínar um þróun bíla framtíðarinnar sem endurspeglast í Jaguar FUTURE-TYPE og Sayer, fyrsta gagnvirka og tengda stýrishjóli sinnar tegundar í heiminum sem verður í raun eini hluturinn sem ökumenn munu eiga sjálfir í bifreiðum framtíðarinnar.

Sjálfvirkur rafbíll til þjónustu reiðubúinn

Jaguar FUTURE-TYPE er rafmagnsbíll sem viðskiptavinir Jaguar land Rover munu geta pantað til sín þegar þeim hentar, hvort sem er heim, á vinnustaðinn eða annað. Meginhugmynd Jaguar er falin í Sayer, fyrsta gagnvirka og tengda stýrishjóli sinnar tegundar í heiminum sem verður í raun eini hluturinn sem ökumenn eiga sjálfir í bifreiðum framtíðarinnar. Eigandi stýrisins tekur Sayer með sér hvert sem er á ferðum sínum, stýrið verður hluti heimilishaldsins og fært um að sinna margvíslegum verkefnum fyrir fjölskylduna.

Sayer verður stýrið þitt

Með Sayer muntu panta bíl frá Jaguar sem birtist á planinu fyrir utan á þeim tíma sem þú kýst. Með Sayer velurðu tónlistina sem þú vilt hlusta á hverju sinni, bókar borð á veitingahúsi eða leikhúsi og þú munt líklega geta spurt Sayer hvað sé til í ískápnum. Sayer verður hluti þjónustuklúbbs viðskiptavina Jaguar þar sem bæði verða bíleigendur og þeir sem kjósa að kaupa Sayer og panta bíl frá Jaguar eftir þörfum. Sayer verður með netfangaskrána þína og símanúmer vina þinna og fjölskyldumeðlima á hreinu til að þú getir fylgst með því hvað sé að gerast á samfélagsmiðlunum og hvað virnirnir eru að bralla! Jaguar FUTURE-TYPE endurspeglar sýn Jaguar á það hvernig lúxusmerkið geti sinnt nútímaþörfum viðskiptavina sinna til framtíðar.

Þú ekur ef þú vilt

Jaguar gerir ráð fyrir að frá og með árinu 2040 muni floti fullhlaðinna FUTURE-TYPEs verða til þjónustu reiðubúinn fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Þurfir þú t.d. að skutla barninu í skólann pantarðu einungis þriggja sæta FUTURE-TYPE svo þú getur spjallað við barnið á leiðinni án þess að þurfa að hugsa um aksturinn. FUTURE-TYPE sér um hann og ákveður um leið heppilegustu leiðina með tilliti til vegalengdar og umferðarþunga. Ekkert mun þó koma í veg fyrir að þú setjist undir stýri og takir við stjórninni viljir þú aka Jaguarbílnum með Sayer. Nú þegar er því haldið fram að þessi framtíðarsýn Jaguar myndi leiða til betri nýtingar umferðarmannvirkja og fækka slysa í umferðinni til mikilla muna.

 

Sjá fleiri fréttir