X

Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu
Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu

Jaguar I-Pace Bíll ársins 2019 í Evrópu

6

.

March
2019
/
JAGUAR

Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn „Bíll ársins í Evrópu 2019“. Tilkynnt var um niðurstöðu 60 manna dómnefndar evrópskra blaðamanna frá 23 löndum við upphaf bílasýningarinnar í Genf sem nú stendur yfir. Alls hefur I-Pace unnið 55 alþjóðaverðlaun frá því að Jaguar kynnti bílinn fyrir aðeins einu ári síðan.

Hefur slegið í gegn

I-Pace hefur verið tekið með kostum og kynjum í Evrópu enda seljast 75% framleiðslunnar í álfunni þar sem ökumenn haga greiðan aðgang að 85 þúsund hleðslustöðum víðs vegar um álfuna.

Sá tæknilega fullkomnasti

Ralph Speth, framkvæmdastjóri hjá Jaguar segir fyrirtækið afar stolt af þessum verðlaunum sem séu þau fyrstu sem Jaguar er kjörinn bíll ársins í Evrópu. „Jaguar I-Pacer var hannaður og þróaður í Bretlandi, allt frá skissu á blaði til fullskapaðrar söluvöru. I-Pace er einn tæknilega fullkomnasti bíllinn á markaðnum sem sett hefur alveg nýjan staðal í bílgreininni,“ sagði Speth þegar úrslitin voru kynnt.

Engum líkur

I-Pace er framleiddur í Bretlandi og hefur selt í rúmum átta þúsund eintökum á því eina ári sem hann hefur verið á markaði. Hönnun I-Pace er afgerandi og eru bílasérfræðingar og aðdáendur sammála um að enginn bíll líkist I-Pace í akstri og meðhöndlun, slík er snerpan og gæði aksturseiginleikanna.

Sjá fleiri fréttir