X

JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna
JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna

JAGUAR I-PACE ekið í fyrsta sinn á götum Lundúna

16

.

March
2017
/
JAGUAR

Í bíltúrnum í gær var fjöldi mynda tekinn sem gefa góða vísbendingu um það hvernig bíllinn muni líta út á endanum. Hér er um að ræða rúmgóðan fimm manna sportjeppa (SUV) sem Ian Callum, framkvæmdastjóri hönnunardeildar Jaguar, segir að muni brjóta blað í hönnun rafknúinna bíla í þessum flokki. „Viðtökurnar sem við höfum fengið á sýningum hafa komið okkur ánægjulega á óvart og vorum við spennt fyrir að sýna fólki bílinn í akstri undir beru lofti. Það var mjög ánægjuleg upplifun að sjá viðbrögð almennings þegar fólk gat séð hann í raun, áttað sig á stærð hans og útliti og borið hann saman við aðra bíla í nágrenninu. Gærdagurinn fullvissaði okkur um að við erum á réttri leið,“ segir Callum.

 

Jaguar I-Pace er hraðskreiður rafknúinn fjölskyldubíll sem er aðeins 4 sekúndur að ná 100 km hraða. Orkuna fær bíllinn frá 90kWh lithium-ion rafhlöðu sem hefur um 500 km drægni. Hægt er að endurhlaða geyminn að 80 prósentum á aðeins 90 mínútum. Undir vélarhlífinni er fremur lítill og léttur rafmótor sem skila 400 herstöflum og 700Nm togi til hjólanna til að hámarka aksturseiginleika þessa aldrifna bíls. Að sögn Callum hefur I-Pace öll kjarnaeinkenni annarra bíla frá Jaguar sem eru snerpa, þægindi, aksturseiginleikar, ánægja og vandaður frágangur. „I-Pace mun gleðja alla sem prófa bílinn þegar hann kemur á markað um mitt næsta ár.“

 

Sjá fleiri fréttir