X

Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi
Jaguar loksins á Íslandi

Jaguar loksins á Íslandi

11

.

April
2017
/
JAGUAR

Blaðamaður Morgunblaðsins fjallaði nýlega um sportjeppann Jaguar F-Pace sem hann hafði til til reynsli í kjölfar þess að BL hefur opnað nýtt umboð fyrir bíla Jaguar hér á landi. Umfjöllun blaðamanns birtist á Mbl. í dag, þriðjudag.

Ánægja blaðamanns með bílinn leynir sér ekki í umfjöllun hans enda segir hann lengi hafa verið beðið eftir því að umboð fyrir Jaguar tæki til starfa. „Loks­ins, loks­ins, loks­ins. Jagu­ar er kom­inn í um­ferð á Íslandi og þess hef­ur lengi verið beðið. Að fá að aka Jagu­ar F-Pace um göt­ur Reykja­vík­ur og ná­grenn­is fel­ur þar af leiðandi í sér tvö­falda frétt; að kött­ur­inn er kom­inn á klak­ann, og svo auðvitað að hinn enski sport­bíla­fram­leiðandi hef­ur sent frá sér jeppa. Sportjeppa, skul­um við segja,“ segir í upphafi greinarinnar.

„Fantavel heppnaður“

Jaguar F-Pace er fyrsti sportjeppi framleiðandans sem fyrst og fremst er frægur fyrir eðalvagna á fólksbílasviði og svo náttúrlega kappakstursbílana sem gerðu garðinn fræga um miðbik síðustu aldar. Því höfðu ýmsir rógrónir aðdáendur Jaguar vissar áhyggjur af þeim fyrirætlunum framleiðandans að hefja smíði á jeppa. En útkoman er einstök og gagnrýnisraddirnar hafa allar þagnað enda er „...þessi sportjeppi [] fanta­vel heppnaður, hvert sem litið er,“ að mati blaðamanns:

„Lúkkar fyrir allan peninginn“

„Fram­grillið er í hring­laga stíl við hinar týp­urn­ar í Jagu­ar-fjöl­skyld­unni, XE, XF og XJ. Ekki leiðum að líkj­ast og lín­an frá Jagu­ar er þétt, flott og ramm­gerð um þess­ari mund­ir. Loft­inn­tök­in beggja meg­in við núm­era­plöt­una að fram­an gefa til kynna að bak við yf­ir­bygg­ing­una sé vél sem muni þurfa smá svala því hún muni taka á því fyrr en síðar. Þetta lít­ur allt sam­an hörku­vel út. Að sama skapi hef­ur tek­ist vel til með aft­ur­end­ann, hallandi aft­ur­rúðan ljær bíln­um dýna­mísk­an svip. Aft­ur­ljós­in eru áþekk þeim sem prýða XE og XF og út­litið geng­ur fylli­lega eins fal­lega upp eins og á sed­an-bíl. Jagu­ar F- Pace lúkk­ar ein­fald­lega fyr­ir all­an pen­ing­inn, eins og þar stend­ur,“ segir blaðamaður.

Blaðadómurinn í heild

Blaðadóm Morgunblaðsins um nýjan Jaguar F-Pace má lesa í heild hér: http://www.mbl.is/bill...

Komdu og kynntu þér Jaguar hjá BL

Komdu og kynntu þér eðalvagnana frá Jaguar í sýningarsal BL við Sævarhöfða.

Sjá fleiri fréttir