X

Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað
Hyundai Kona á leið á markað

Hyundai Kona á leið á markað

14

.

June
2017
/
HYUNDAI

Hyundai hefur frumsýnt nýjan og sérlega fallegan, rúmgóðan og tæknivæddan sportjeppa fyrir þá sem vilja komast um fáfarnar slóðir. Útlit nýja bílsins endurspeglar að nokkru leyti vísi að áætlunum Hyundai um einkennandi útliti næstu kynslóðar fólksbílalínu framleiðandans í Evrópu, einkum er varðar útlit þeirra að framan.

Ekkert verður til sparað við hönnun farþegarýmisins þar sem allar helstu tækninýjungarnar verða til staðar hvað öryggi og þægindi varðar fyrir ökumann og farþega. Undir vélarhlífinni verður m.a. boðið upp á tveggja lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 145 hestöflum og 1,5 lítra vél með beinni innspýtingu og forþjöppu sem skilar 175 hestöflum auk þess sem ákveðnum markaðssvæðum verður boðið upp á þriggja strokka vél og dísilvél með forþjöppu. Viðskiptavinir munu einnig geta valið um framhjóladrif eða fjórhjóladrifinn Kona eins raunin er t.d. með Tucson og Santa Fe. 

Nafnið á bílnum hefur vakið eftirtekt, en það vísar til geysivinsæls og fallegs áfangastaðar á Hawaii í samræmi við fyrri nafngiftir sportjeppa Hyundai sem einnig hafa fengið nafn sem vísar til vinsælla áfangastaða ferðamanna. Kona fer á markað í Kóreu síðar í þessum mánuði og fyrir árslok á öðrum markaðssvæðum þar sem bíllinn verður boðinn, þar á meðal í Evrópu.

Sjá fleiri fréttir