X

Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum
Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum

Kona EV er rafbíll sem kyndir öðrum undir uggum

21

.

March
2019
/
HYUNDAI

Blaðamaður Morgunblaðsins fjallaði á dögunum um hinn nýja radfbíl frá Hyundai, KONA EV, sem Hyundai á Íslandi kynnti nýlega við góðar móttökur. Rafbíllinn hefur reyndar fengið svo góðar móttökur að verkmiðja Hyundai annar enn sem komið er engan veginn eftirspurn eftir bílnum og má gera ráð fyrir all einhverri bið á flestum mörkuðum út þetta ár.

Beðið í biðröð

Í umfjöllun sinni, 19. mars, segir blaðamaður, Stefán E. Stefánssom, að með tilkomu Kona EV hafi strax orðið „ljóst að um yrði að ræða meiri byltingu en fylgdi hinum mjúka Ioniq sem seldur hefur verið í útfærslum með þrenns konar aflrásum á síðustu árum.“ Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Tugir væntanlegra kaupenda skráðu sig á listann, jafnvel þótt þeir hefðu ekki átt þess kost að prófa bílinn með rafmagnsaflrásinni fyrirfram,“ segir blaðamaður. Helstu ástæður mikillar eftirspurnar og fádæma vinsælda á markaðnum skýrast á efa af mikill drægni og miklum þæginda- og öryggisbúnaði miðað við verð, en hjá Hyundai kostar bíllinn í dag tæpar 5,4 milljónir króna.

Yfir 400 km á hleðslunni

Síðan segir blaðamaður: „Þeir eru orðnir ótrúlega margir, hreinu rafbílarnir, sem ég hef ekið á síðustu árum og því er það sannarlega ekkert áhlaupsverk fyrir framleiðendur að draga fram eitthvað það sem raunverulega vekur fiðringinn sem maður fann þegar maður fyrst settist undir stýri á bíl sem líður nær hljóðlaust áfram og með því feiknaafli sem rafmótorar geta spýtt út í hjólabúnaðinn á undraskömmum tíma.“

Skynsamleg ákvörðun BL

Hjá Hyundai á Íslandi býður BL eina útgáfu Kona EV, Premium, þá sem best er búin: „[Þ]ar hefur BL tekið skynsamlega ákvörðun í því að bjóða aðeins Premium-útfærsluna hér á landi. Á sama tíma og það einfaldar innkaupin og eykur líkurnar á því að fyrirtækið fái marga bíla í sölu (framboðið er mjög takmarkað og flestallir markaðir sveltir af bílum af þessu tagi), þá styrkir það upplifun fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á rafbílabrautinni að setjast upp í vel búinn bíl með ýmsum þeim tækniútfærslum sem fólk hefur ekki kynnst í öðrum og eldri bensín- og dísilbílum. Þar má nefna mjög góðan akreinavara, blindhornsviðvörun sem virkar sérdeilis vel, gagnvirkan hraðastilli sem virkar vel á þjóðveginum, ekki síst þegar umferð er mikil og annar einfaldari búnaður hjálpar til við aksturinn, s.s. fjarlægðarskynjarar að framan og aftan og afar skýr og góð bakkmyndavél,“ segir blaðamaður, en umfjöllunina má nú lesa í heild á vef Mbl. með því að smella HÉR.

Sjá fleiri fréttir