X

Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár
Land Rover í 70 ár

Land Rover í 70 ár

11

.

May
2018
/
LAND ROVER

Land Rover í Bretlandi var með beina útsendingu á YouTube mánudagskvöldið 30. apríl í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að fyrsti Land Rover jeppinn kom fram á sjónarsviðið. Útsendingin var tekin upp að viðstöddu fjölmenni gesta í fornbílasafni Land Rover  í Conventry þar sem margir af frægustu gömlu gerðum Land Rover eru til sýnis ásamt nýjustu bílunum sem slá hvarvetna í gegn þessi misserin.

 

Fyrsti Land Roverinn (HUE 166) var frumsýndyr á bílasýningunni í Amsterdam árið 1948, skömmu eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Á þeim 70 árum sem liðin eru hafa allar helstu gerðir Land Rover þreytt erfiðustu ferðalög sem hægt er að hugsa sér á bíl eins og fram kemur í myndbandinu hér að neðan. Meira en sjö milljónir ökutækja hafa verið framleidd undir merki Land Rover frá 1948.

 

Tímalína Land Rover í 70 ár

1948       Land Rover Series I frumsýndur á Amsterdam Motor Show.

1953    Langur Land Rover (Long Wheelbase) Series I frumsýndur.

1956    Keppnislið háskólanna í Oxford og Cambridge ljúka ökukeppni frá London til Singapore á Land Rover Series I.

1958    Land Rover Series II frumsýndur með ýmsum nýjungum

1970    Sala hefst á tveggja dyra Range Rover (Classic).

1971    Land Rover Series III fer á markað.

1972    Range Rover ekið 29 þúsund km leið frá Panama til Kólumbíu (Darien Gap).

1976    Milljónasti Land Roverinn framleiddur.

1979    Ökumaður á Range Rover vinnur Paris-Dakar (og aftur 1981).

1981    Land Rover hefur ævintýralegt og farsælt samstarf við Camel Trophy.

1981    Land Rover setur fjögurra dyra Range Rover á markað.

1989    Land Rover Discovery, þriðja gerð Land Rover, á markað.

1990    Upphaflega Land Rover ‘Landie’ endurkynntur og nefndur Defender.

1994    Önnur kynslóð Range Rover frumsýnd.

1997    Freelander frumsýndur, búinn nýrri og byltingarkenndri brekkuaðstoð (Hill Descent Control).

2001    Þriðja kynslóð Range Rover frumsýnd með sjálfstæðri fjöðrun fram og aftan.

2003    Sextán lið Land Rover G4 Challenge þvera Bandaríkin, Ástralíuu og Suður-Ameríku.

2004    Discovery 3/LR3, þriðja kynslóð bílsins, frumsýnd á bílasýningunni í New York.

2005    Range Rover Sport kemur fram á sjónarsviðið.

2006    Freelander 2/LR2 frumsýndur, sá fyrsti úr verksmiðju Land Rover í Halewood.

2007    LRX concept sýndur. Bíllinn endurspeglaði breytta hönnun á nýjum lúxussportjeppa.

2009    Fjórða kynslóð Land Rover Discovery kynnt á mörkuðunum.

2010    Range Rover Evoque, fyrsti lúxusjeppinn af minni stærðinni heimsfrumsýndur.

2012    Fjórða kynslóð Range Rover kynnt – fyrsti jeppi heims nær alfarið úr áli.

2013    Ný skynslóð Range Rover Sport frumsýnd á bílasýningunni í York Motor.

2014    Ný deild sérframleiðslu Land Rover, Special Vehicle Operations (SVO) tekur til starfa.

2014    Range Rover Sport SVR frumsýndur: hraðskreiðasti, kvikasti og kraftmesti bíll Land Rover.

2014    Discovery Vision Concept: ný hönnun fjölskylduvænna Discovery gerðanna.

2014    Frumsýning Discovery Sport, nýs lúxusjeppa af minni stærðinni með allt að 7 sætum.

2015    Tilkynnt um fyrirhuguð framleiðslulok þáverandi gerða Defender-jeppanna.

2015    Sérstök gerð Range Rover með lengra hjólhafi (SVAutobiography) sýnd í New York.

2015    Evoque fyrsti lúxusjeppinn með blæju.

2015    Land Rover Defender nr. 2.000.000 seldur á 400.000 pund í þágu góðs málefnis.

2016    Síðasta framleiðslueintak Defender.

2016    Discovery kynntur með einstakri og fjarðstýrðri tækni við niðurfellinga sæta.

2017    Land Rover frumsýnir Velar; fjórðu gerð lúxusbíla Range Rover.

2018    Takmarkað upplag á viðhafnarútgáfu Range Rover SV Coupé, kynnt í Genf.

Sjá fleiri fréttir